George Clooney flottur sem bankaræningi dauðans. Sem er frekar óheppin svo ekki sé meira sagt. Kúl mynd og tónlistin hjá Soderbergh er eitthvað til að hrópa húrra fyrir mjög flott tónlist...
Out of Sight (1998)
"Opposites attract."
Jack Foley er misheppnaður bankaræningi sem afplánar 30 ára fangelsisdóm í Flórída.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Jack Foley er misheppnaður bankaræningi sem afplánar 30 ára fangelsisdóm í Flórída. Foley hefur rænt fjölda banka á tuttugu ára afbrotaferli, en hann hefur hins vegar aldrei beitt vopnum við þessa iðju sína. Gallinn er hins vegar sá að hann hefur alltaf náðst og venjulega vegna einhverja mistaka. Til dæmis stóð bíllinn hans einu sinni í ljósum logum þegar hann var á flótta út úr einum bankanum sem hann hafði rænt og í annað skipti var flóttabíllinn rafmagnslaus. Foley er staðráðinn í því að sleppa úr fangelsinu og losna við afplánunina, og hann dreymir um að fremja stórt rán og setjast síðan í helgan stein. Honum tekst að flýja úr fangelsinu og á flóttanum hittir hann fyrir kynþokkafullu alríkislögreglukonuna Karen Sisco. Upp frá því hefst æsilegur eltingaleikur í bland við ástríðufullt ástarsamband þeirra.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Verðlaun
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna; fyrir klippingu og fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni.
Frægir textar
"Jack: Give me a minute to talk to Buddy.
Snoopy: You got two minutes, that's all. Make up your mind.
Jack: I wasn't asking permission."
Gagnrýni notenda (5)
Out Of Sight er byggð á metsölubók Elmore Leonards (sem skrifaði einnig Jackie Brown) og er handritið ótrúlega skemmtilegt. Hins vegar er myndin ekkert spes þannig séð. Leikstjórinn Steve...
Sem betur fer koma öðru hverju perlur á borð við þessa fersku kvikmynd frá Hollywood. Jennifer Lopez og George Clooney fara svo sannarlega á kostum í hópi fjölda úrvalsleikara undir örugg...
Mikið ljómandi er ég glaður að menn eru enn að gera svona myndir. Þessi mynd, Out of Sight, finnst mér jafnast fyllilega á við margt af því besta sem menn voru að gera á film noir tíman...
Frábær glæpamynd með George Clooney og Jennifer Lopez í aðalhlutverkum. Minnir að mörgu leiti á Pulp Fiction, til dæmis hvað varðar uppbyggingu handrits. Söguþráðurinn er ansi margbrot...






















