Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ein magnaðasta stríðsmynd sem gerð hefur verið. Hún segir frá þýskum herflokki á austurvígstöðvunum 1943 þegar stríðið er búið að snúast Þjóðverjum í óhag.. Coburn skilar einum af sínum besta leik og Schell smellpassar í hlutverk sitt sem hrokafullur foringji af aðalsættum, Mason og Warner eru einnig firnasterkir og aðrir leikarar standa sig með prýði. Leikstjórn Peckinpahs er stórgóð með sínum stílbrögðum ásamt feiknagóðu handriti. Það skal bent á að hún er komin út á DVD í Bretlandi í Widescreen.. Ekki missa af þessari!
Mögnuð stríðsmynd sem gerist á austurvígstöðvunum síðla sumars árið 1943 þegar þriðja sumarsókn þýzka hersins hefur endanlega runnið út í sandinn og undanhald hans hefst. Maximilian Schell leikur hrokafullan prússneskan herforingja, sem gerist sjálfboðaliði í fremstu víglínu í von um að hljóta járnkrossinn, en lendir fljótlega upp á kannt við stríðsþreytta hermenn sína undir stjórn James Coburn. Einstaklega vel leikin kvikmynd, þar sem David Warner er sérstaklega eftirminnilegur sem þunglyndur og háðskur undirforingi í bækistöðvum úrvalsleikarans James Mason og Senta Berger er ekki síðri í hlutverki hjúkrunarkonu, sem annast Coburn um miðbik myndarinnar. Handbragð Peckinpahs er frábært og klippingarnar hrein snilld eins og svo oft áður í myndum hans. Þetta er tvímælalaust ein af bestu stríðsmyndunum, sem ég hef séð, en er þó alls ekki fyrir viðkvæma, enda einstaklega hrottafengin á köflum. AÐVÖRUN: Þegar Cross of Iron var gefin út á DVD í Bandaríkjunum fyrir skömmu, var hún ekki höfð á widescreen. Kaupið því frekar breiðtjaldsútgáfu hennar á myndbandi frá Bretlandi eða bíðið eftir betri útgáfu hennar á DVD.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Julius J. Epstein, James Hamilton
Framleiðandi
AVCO Embassy Pictures
Aldur USA:
R
VHS:
19. október 1999