Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Born on the 4th of July er ein af fáum myndum sem virkilega nauðgar Bandaríkjunum, hinar eru myndir eins og JFK og Fahrenheit 9/11, þó er þessi mynd allt öðruvísi að öllu leiti. Myndin er sannsöguleg og fjallar um Ron Kovic, hann byrjar sem drengur alinn upp í bandarísku umhverfi á sjötta áratugnum, troðið er í hann hve glæsileg bandaríkin eru og hve rétt ríkisstjórnin er, nánast gersamlega búið að heilaþvo hann það mikið að hann getur ekki að neinu leiti efað landið sitt. Kemur svo að því að hann ákveður að gangast í landgöngulið hersins og fara til Víetnam 1967, hann er skotinn tvisvar, eitt skotið fór í efri mænuna hans sem lamar hann neðan mitti allt hans líf. Eftir stríðið er sýnt hve erfitt það er að aðlagast að gamla lífinu sínu, sérstaklega eftir að hafa verið nánast heilt ár í ömurlegum skítaspítala. Móðir hans afneitar honum samstundis, pabbi hans á erfitt með að sætta sig við ástandið hans, fólkið sem hann þekkti áður er ekki sama fólkið í augum Kovics. Fyrir mann eins og Kovic sem var heilaþveginn af bandaríska þjóðfélaginu þá er erfitt að geta skilið hvernig Víetnam stríðið væri rangt og að margir landsmenn hans virði ekki ástandið hans, en Kovic sekkur dýpra og dýpra í saurlífi og árið 1970 fer hann til Mexíkó sem hefur aðstöðu fyrir lamaða hermenn úr Víetnam, þar sekkur hann ennþá dýpra þar til hann skellur á botnin. Eftir það fer ásýnd Kovic á Víetnam stríðinu að breytast, og heilaþvegni strákurinn er ekki lengur það heilaþveginn. Nákvæmlega það sem Oliver Stone er sérfræðingur í er að senda eitt stórt ´fuck you´ til bandaríska stjórnvalda, sem er ein ástæðan að ég dýrka flestar myndirnar hans. Robert Richardson kvikmyndatökustjórnandinn er snillingur eins og ég hef fullyrt áður, kvikmyndatakan er glæsileg að öllu leiti. Handritið er samið af Ron Kovic og Oliver Stone sem er byggt á bókini hans Ron Kovic undir sama nafni og myndin. Það verður að segjast að Born on the 4th of July er í mínu áliti ein af betri myndum sem ég hef séð, meistaralega gerð og sagan sjálf gæti ekki verið betur útfærð í myndinni, meðal þess er þetta besta frammistaða Tom Cruise í kvikmynd. Það er mjög erfitt að ekki dást að þessari mynd, því hún er alltof sönn, þetta er ekki pólitísk kenning eins og JFK né Fahrenheit 9/11, þetta er allt um líf eins manns sem gerir Born on the 4th of July svo einstaklega mannlega.
Áhrifarík sannsöguleg mynd sem er afskaplega vel leikin. Myndin fjallar um ævi Ron Kovics einfaldans manns sem verður lamaður í Víetnam. Myndin hefði geta fengið 4 stjörnur en myndin er of skrýtin. Myndin vann óskar fyrir bestu klippingu og leikstjórn.
Sérlega áhrifamikil og hreint ævintýralega vel leikin kvikmynd um ævi hermannsins Ron Kovics sem fór fullur af föðurlandsást og hetjudýrkun í Víetnamsstríðið en kom þaðan lamaður fyrir neðan mitti, bundinn við hjólastól. Brátt tóku hugmyndir hans um tilgang stríðsins að breytast, honum fannst hann hafa verið blekktur til þess að taka upp rangan málstað og fer að berjast með mótmælendum stríðsins en í bakgrunni eru þjóðfélagsbreytingar hippatímans. Eftirminnileg og kraftmikil ádeila og uppgjör Ron Kovics við Víetnamtímabilið og kannski ekki síst virðingarvottur við það fólk sem slapp lifandi úr stríðinu. Oliver Stone fékk óskarsverðlaunin fyrir magnaða og einkar djarfa leikstjórn sína, enda óvæginn og hispurslaus sem fyrr í túlkun sinni á Víetnamsstríðinu, enda var hann þar og horfði upp á nána vini sína deyja hvern af öðrum. Tom Cruise fékk óskarsverðlaunin fyrir leik sinn á Ron Kovic, hermanninum sem berst gegn hinu eilífa óréttlæti stríðsmennskunnar, hann hefur aldrei leikið betur en í þessari kvikmynd, hann er alveg hreint frábær í persónusköpun sinni. Ekki má heldur gleyma Kyru Sedgwick, Willem Dafoe og Tom Berenger. Hreint út sagt ógleymanleg og stórfengleg kvikmynd um mannraunir á ófriðartímum sem ég mæli eindregið og gef fjórar stjörnur, sérstaklega vegna leikstjórnar Stone, stórleiks Cruise og handritsins sem Ron Kovic samdi ásamt Oliver Stone.
Mjög áhrifamikil og löng mynd.Er að vísu ansi langdregin en nær að halda dampi alla leið. Cruise sýnir mjög góðan leik hér og sannar að hann er ekki bara kyntákn heldur líka hörkuleikari.Stone sannar einnig að hann er einn mesti leikstjóri síðari tíma.Þetta er líka mjög ólík öllum Víetnammyndum, hér eru engar hetjur heldur ósköp venjulegir stákar með sínar vonir og þrár. Í stuttu máli-TOPPMYND.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$14.000.000
Tekjur
$161.001.698
Aldur USA:
R