Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Deuce Bigalow er gaur sem vinnur við að þrífa fiskabúr og fleira. Hann þénar aldrei meira en þrjá dali fyrir skiptið og er því frekar blankur. Einn daginn ræður ríkur fylgdarmaður hann til sín en hann þarf að skreppa frá og treystir hann þá á Deuce til að vera í húsinu og gæta fiskanna hans. En honum tekst á einum degi að rústa staðnum og þarf því að bregða sér í gerfi fylgdarmanns í nokkurn tíma til að getað gert við staðinn áður en eigandinn kemur heim. Annars er hann í mjög djúpum skít. Frábær gamanmynd! Ég hafði mjög gaman af henni og gat hlegið mjög mikið af henni. Alveg 100% skemmtun.
Myndin er brilliant og þriggja og hálfrar stjörnu virði að mínu mati. Hinsvegar var ég búinn að sjá trailerinn og hann segir allt sem segja þarf. Þannig að ef þú ert búinn að sjá trailerinn - þá skaltu spara þér 650 kallinn.
Þessi mynd er algjör hryllingur. Þetta er mesta kjaftæði um karl sem gerist hóra. ÖMURLEG mynd sem er ekki einu sinni fyndin og það má ekki gleyma að segja frá því hvað hún er HRÆÐILEGA leikin í alla staði.
Deuce Bigalow: Male Gigolo er ein þessara mynda sem hefði aldrei átt að gera. Hún er sóun á góðri filmu. Hér eru samankomnir leiðinlegir leikarar sem eru að leika eftir hörmulegu handriti við ennþá verri leikstjórn. Semsagt þið sem hafið einhverja snefil af skynsemi, endilega forðist þessa tímasóun og borgiði 650 kallinn ykkar í eitthvað mun skynsamlegra en þessa hörmulegu vitleysu sem kallast á mannamáli drasl
Þokkalegasta grínmynd sem fjallar um náunga nokkurn að nafni Deuce (Rob Schneider) sem starfar við að þrífa fiskabúr ásamt öðru. Dag einn ræður tilviljun því að hann kynnist manni sem er "fylgdarmaður", í raun bara karlkyns vændiskona. Deuce heillast af lífstíl hans og fær það hlutverk að gæta íbúðar hans á meðan fylgdarmaðurinn ferðast til Evrópu. Svo óheppilega vill til að hann rústar óvart íbúðinni og verður einhvernveginn að redda sér nokkur þúsund dollurum til þess að hann geti gert við hana áður en eigandinn snýr aftur. Deuce sér ekki annnan möguleika en að gerast líka karlhóra til að verða sér út um peningana og í kjölfar þess gerist margt skrautlegt. Eins og gefur að skilja er húmorinn í myndinni ekki á háu plani, en það má skemmta sér ágætlega yfir henni ef maður er í skapi fyrir léttmeti og gerir ekki of miklar kröfur. Þetta er ekki beint kvikmynd sem maður býst við að sjá einhvern stórleik í, flestir leikarar skila sínu nokkuð vel og Rob Schneider passar mjög vel í þetta hlutverk. Söguþráðurinn er bara nokkuð heilsteyptur af grínmynd að vera og óvænt rómantík kemur upp í seinni helmingnum sem af einhverjum ástæðum nær að ganga þokkalega upp og gefur myndinni pínulítið meiri dýpt, sem henni veitir sko ekki af. Ágætis afþreying sem gleymist fljótt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Happy Madison Productions
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
7. apríl 2000