Paradís amatörsins
2025
Frumsýnd: 18. október 2025
86 MÍNÍslenska
Vinningsmynd dómnefndarverðlauna Skjaldborgar 2025 Ljóskastarans!
Á Íslandi, í Paradís Amatörsins, voru alltaf til menn sem tóku upp viðburði í fjölskyldum eða bæjarfélagi – áður en nokkur vissi almennilega til hvers. Í dag eru það ekki lengur viðburðir sem eru skrásettir, heldur sjálfsmyndir sem eru skapaðar. Og allt þetta efni endar á YouTube.
Myndin byggir á efni frá mönnum úr fjórum kynslóðum sem allir hafa... Lesa meira
Á Íslandi, í Paradís Amatörsins, voru alltaf til menn sem tóku upp viðburði í fjölskyldum eða bæjarfélagi – áður en nokkur vissi almennilega til hvers. Í dag eru það ekki lengur viðburðir sem eru skrásettir, heldur sjálfsmyndir sem eru skapaðar. Og allt þetta efni endar á YouTube.
Myndin byggir á efni frá mönnum úr fjórum kynslóðum sem allir hafa deilt lífi sínu á YouTube. Fyrrverandi forstjórinn Guðfinnur hefur myndað fjölskyldu sína í áratugi. Leigubílstjórinn Kári heldur í óperudrauma sína með aríusöng í íbúðinni í Hafnarfirði.
Einstæðingurinn Sævar opinberar sig í leit að alvöru tengingu við aðra. Og síðast en ekki síst áhrifavaldurinn Karl Emil sem týnist í leit að sjálfum sér. Leikstjórinn Janus Bragi fylgir þessum fjórum mönnum eftir og rýnir í hvernig þeir, með deilingu eigin myndefnis, spegla það sem skiptir mestu í lífinu...... minna