Vonbrigði og aftur vonbrigði. Ég fór kannski með of miklar væntingar að horfa á hana, en það er of mikið efni sem maður vissi fyrir mér skildist á óla (sem sér um rokk-land og er ein a...
Blindsker (2004)
Blindsker: Saga Bubba Morthens, Shining Star
Ungur drengur elst upp við mikla fátækt, á alkahólista fyrir föður, útskúfaður úr skólakerfinu, leiðist út í glæpi, verður snemma eiturlyfjaneitandi.
Öllum leyfðSöguþráður
Ungur drengur elst upp við mikla fátækt, á alkahólista fyrir föður, útskúfaður úr skólakerfinu, leiðist út í glæpi, verður snemma eiturlyfjaneitandi. Yfir þessa ógæfusál kasta máttarvöldin björgunarlínu í formi yfirnáttúrulegrar tónlistargáfu. Tónlistargáfa sem skapaði stærsta og merkasta tónlistarmann íslensku þjóðarinnar. Maðurinn sem sprengdi upp hindranir og skapaði jarðveg sem enn blómstrar í formi óhræddra tónlistarmanna. Þetta gerðist ekki án fórna. Hin gríðarlega togstreita í sál frumkvöðulsins Bubba Morthens gekk öfgaleiðir í allar áttir. Ofsafengin neysla barði drenginn úr Vogahverfinu nær til ólífs. Svo mikið að það þykir kraftaverki líkast að hann skuli enn vera á lífi. Í dag þykir Bubbi öllu mildari en áður. Er miðaldra, hallærislegur, að sumum finnst. Sáttur fjölskyldumaður virtur, áhrifamikill einstaklingur í samfélaginu, heldur forvarnarræður, syngur um hvað lífið sé dásamlegt og er skítsama hvað öðrum finnst um það. Hann hefur misst tugi vina í eiturlyf, morð, sjálfsmorð veit því manna best hvað hamingjan er. Heimildarmyndin Blindsker fjallar um atómbombuna Bubba Morthens sem fór jafnt til nokkurra helvíta sem himna og lifði það af.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda (8)
Eins mikill aðdáandi Bubba og undirritaður er þá var ekki hægt annað en að vera svolítið svekktur yfir niðurstöðu þessarar myndar. Í raun er ekki neitt nýtt að koma á yfirborðið,il...
Ja, nú veit ég ekki. Veit ekki hvort maður á að miða þessa mynd við aðrar documentary myndir eða við tónlistina hans. Ef ég á að miða hana við documentary myndir, þá verð ég að s...
Þetta var mjög fín mynd fannst mér , sýndi vel hvað bubbi þurfti að ganga í gegnum á tíma. Allt þetta með dópið og allt vesenið sem kallinn var í þegar hann var ungur. En hún var st...
Það er mikið að það kemur mynd um meistarann !!! Þessi mynd er mjög góð. Hún hefur allt sem góð mynd þarf að bera. Gleði, drama og sorg. Ekki má gleyma tónlistinni sem er frábær. B...











