Náðu í appið
Enemy of the State

Enemy of the State (1998)

"It's no persecution complex - They're really after you."

2 klst 12 mín1998

Robert Dean er ljúfur og góður lögfræðingur sem vinnur í Washington D.C.

Rotten Tomatoes71%
Metacritic67
Deila:
Enemy of the State - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Streymi
Disney+

Söguþráður

Robert Dean er ljúfur og góður lögfræðingur sem vinnur í Washington D.C. Hann er kominn á slóð höfuðpaurs glæpasamtaka sem kallast Pintero. Á meðan er stjórnmálamaðurinn Thomas Reynolds að semja við þingmanninn Phillip Hammersley, um nýtt eftirlitskerfi með gervihnöttum úti í geimnum. Hammersley hafnar samningnum, og Reynolds lætur myrða Hammersley, en morðið næst á vídeó og nú þarf að koma því fyrir kattarnef. Sá sem hefur myndbandið undir höndum kemur því á Dean, án þess að hann viti af því, og nú fer leyniþjónustan að gera honum lífið leitt, og líf hans byrjar að hrynja í sundur, eiginkonan farin og vinnan líka. Dean vill vita hvað er í gangi og hittir nú mann að nafni Brill, sem segir honum að Dean sé með nokkuð sem yfirvöldum vanti. Nú gera þeir Dean og Brill áætlun um hvernig þeir geti endurheimt líf Dean, og hefnt sín á Reynolds um leið.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (10)

Það er eitthvað sem mér finnst heillandi við þessa mynd. Kanski er það þessi conspiracy theory hugmynd um að ríkistjórnin hafi mann í styttri ól en maður heldur sem ég fýla en það e...

Myndin hefst á því að þingmaður einn er drepinn af yfirmanni leyniþjónustunnar, Thomas Reynold, Jon Voight. Fuglaskoðari sem síðar skoðar myndavélina sína sér að myndavélin hefur teki...

Það eru þeir Will Smith, Gene Hackman og Jon Voight sem fara með aðalhlutverkin í þessum hörkutrylli leikstjórans Tonys Scott. Myndin hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda og naut mik...

Hreint út sagt FRÁBÆR mynd. Leikurinn er frábær (enda eru Gene Hackman og Will Smith frábærir leikarar). Ég mæli eindregið með að sjá hana. Frábær mynd!!!

Hefðbundinn samsæristryllir í anda Hitchcocks þar sem söguhetjan er höfð fyrir rangri sök og hundelt um allar trissur eftir að allir hafa snúist gegn henni. Tony Scott, sem gerði meðal ann...

Alltof, alltof langsótt samsærismynd úr smiðju hins næstum alvonda Bruckheimer. Smith leikur hér lögfræðing sem verður fyrir því leiðinlega óláni að kunningi hans, á flótta undan spi...

Mjög góður tækniþriller um lögfræðing sem fær upp í hendurnar mikilvæg sönnunargögn í morðmáli á hátt settum stjórnmálamanni. Will Smith fer með hlutverk lögfræðingsins og sten...

Framleiðendur

Touchstone PicturesUS
Jerry Bruckheimer FilmsUS
Scott Free ProductionsGB