Náðu í appið
What Women Want

What Women Want (2000)

"He has the power to hear everything women are thinking. Finally... a man is listening."

2 klst 7 mín2000

What Women Want er frábær rómantísk gamanmynd með hinum eina sanna Mel Gibson.

Rotten Tomatoes53%
Metacritic47
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Streymi
Netflix

Söguþráður

What Women Want er frábær rómantísk gamanmynd með hinum eina sanna Mel Gibson. Myndin fór beint á toppinn í USA og er orðin vinsælasta mynd kappans frá upphafi og stefnir í 180 milljónir! Mel Gibson leikur mikla karlrembu á auglýsingastofu í Chicago sem á auðvelt með að komast yfir kvenfólk. Hann er mjög ósáttur þegar gengið er framhjá honum og Helen Hunt ráðin sem auglýsingastjóri stofunnar. Hann er einnig mjög ósáttur með hennar kvenlegu áherslur til að auka markaðshlutdeild og tekjur stofunnar. En eftir óvænt högg á höfuðið sem verður til þess að hann fer að heyra hugsanir kvenna breytist lífi hans svo um munar og breytir öllu í samskiptum hans og Helenu Hunt. Með önnur aðalhlutverk fara m.a. Marisa Tomei, Alan Alda, Lauren Holly, Delta Burke og Valerie Perrine. Leikstjóri er Nancy Meyers sem gerði m.a. The Parent Trap. Myndin verður frumsýnd um land allt 16. febrúar. Þess má geta að Mel Gibson er svo góður í myndinni að hann hlaut Golden Globe útnefningu á dögunum. Þetta verður ein af stærstu myndum ársins!

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Icon ProductionsUS
Wind Dancer Films

Verðlaun

🏆

Mel Gibson tilnefndur til Golden Globe verðlauna.

Gagnrýni notenda (11)

Ok,áður enn ég byrjaði að horfa á þessa mynd þá bjóst ég við að þessi mynd væri fyndin og kannski smá hnitmiðuð. Enn nei nei ég komst bara að því þetta var einabrandaramynd með...

Þessi mynd fjallar um Nick (Mel Gibson) sem er þvílík karlremba og vinnur á auglýsingastofu. Ein kona fær svo starfið sem hann átti að fá. Gerist svo eitt atvik og eftir það fer hann að ...

Þetta er ákaflega skemmtileg mynd. Langi þig að hlæja skemmta og þér í bíó eitt kvöld, þá er þetta kjörið tækifæri. Hlátur bíógesta þetta kvöld var dillandi og skemmtilegur - ...

What Women Want fjallar um Nick Marshall sem að vinnur á aulýsingastofu og nýtur mikillar virðingar meðal vinnufélaga sinna. Allt gengur vel hjá honum þangað til að Darcy, sem leikin er af ...

Skemmtileg gamanmynd með stórleikaranum Mel Gibson sem leikur hálfgerða karlrembu. Hann vinnur á auglýsingarstofu en einn daginn fær hann straum í sig og vaknar á gólfinu á baðinu hálf ru...

Ef þú ætlar að sjá þessa mynd þá skalt þú aðeins borga 1/2 miða því myndin er briliant fyrir hlé. Svo skaltu finna þér eitthvað skemmtilegra að gera. Eftir hlé endar myndin svo í ...

Óborganleg kvikmynd leikstjórans Nancy Meyers sem þekktust er fyrir að vera handritshöfundur gamanmyndanna Private Benjamin, Baby Boom, Father of the Bride 1 og 2, The Parent Trap og I Love Troub...

Mel Gibson sannar enn og aftur hvað hann er góður leikari. Og ekki versnar það að Helen Hunt leikur á móti honum. What Women Want er afar frumleg mynd. Þetta er mynd fyrir alla fjölskylduna....

Rómantískar gamanmyndir eru dálítið blandaður flokkur af myndum, vissulega eru til margar góðar en fyrir hverja slíka eru til tíu slæmar. Þessar myndir detta oft í þær gildrur að fylgj...