Náðu í appið
72
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Crocodile Dundee in Los Angeles 2001

(Crocodile Dundee 3)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. júlí 2001

He heard there was wildlife in L.A. He didn't know how wild.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Eftir að faðir unnustunnar Sue, fjölmiðlamógúll frá Los Angeles, hringir og biður um hjálp hennar við að skrifa grein í útibúi fyrirtækisins í Los Angeles þá ákveður hún að drífa sig til Bandaríkjanna. Mick, sem sjálfur er orðinn hálfgerð túristafígúra í Ástralíu, ákveður að fara með henni, ásamt syni þeirra Mikey. Í Los Angeles byrjar síðan... Lesa meira

Eftir að faðir unnustunnar Sue, fjölmiðlamógúll frá Los Angeles, hringir og biður um hjálp hennar við að skrifa grein í útibúi fyrirtækisins í Los Angeles þá ákveður hún að drífa sig til Bandaríkjanna. Mick, sem sjálfur er orðinn hálfgerð túristafígúra í Ástralíu, ákveður að fara með henni, ásamt syni þeirra Mikey. Í Los Angeles byrjar síðan ævintýrið fyrir alvöru, enda er Los Angeles ákveðin tegund af villtri náttúru. Ekki líður á löngu þar til að rannsóknir Sue leiða hana að slóttugum kvikmyndaframleiðanda, þannig að Mick fær sér vinnu sem apahirðir í kvikmyndaveri framleiðandans, en þar uppgötvar hann ýmislegt misjafnt í framhaldinu. ... minna

Aðalleikarar


Ég sá fyrstu Crocodile Dundee myndina á sínum tíma og hún er mjög góð í minningunni. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert allt of spenntur að sjá þessa mynd en ákvað að kíkja á hana eitt sunnudagskvöldið þegar ég hafði ekkert að gera. Éeg vil byrja á því að segja að hér er á ferðinni mjög vond kvikmynd. Ekki var þessi mynd það come back sem Paul Hogan hafði vonast eftir enda féll þessi mynd í miðasölu. Í stuttu máli sagt fjallar þessi mynd um að Dundee flyst til L.A. þar sem konan hans er að taka við ritsjórn á dagblaði. Dundee flækist inn í Hollywood og auðvitað inn í miðjan smyglhring á málverkum. Dundee tekur svo málin í sínar hendur. Stærsti gallinn við myndina er að hún er nákvæmlega ekkert fyndin, handritið er ein gloppa út í gegn og það er klisja ofan á klisju. Þessa einu stjörnu fær samt Paul Hogan en hann er alltaf nokkuð svalur. Forðist hana þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND!!! Ég sat í bíósætinu mínu og gersamlega veinaði af hlátri. Hún er með húmor alveg frá byrjun og til enda og það besta er að hann fer ekki út í einhverja algera vitleysu. Paul Hogan er einn besti grínleikari sem ég veit um og hann fer alveg á kostum í þessari. Það ættu allir að sjá hana og er óhætt að mæla með henni. Hún á skilið minnst fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn