Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég sá fyrstu Crocodile Dundee myndina á sínum tíma og hún er mjög góð í minningunni. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert allt of spenntur að sjá þessa mynd en ákvað að kíkja á hana eitt sunnudagskvöldið þegar ég hafði ekkert að gera. Éeg vil byrja á því að segja að hér er á ferðinni mjög vond kvikmynd. Ekki var þessi mynd það come back sem Paul Hogan hafði vonast eftir enda féll þessi mynd í miðasölu. Í stuttu máli sagt fjallar þessi mynd um að Dundee flyst til L.A. þar sem konan hans er að taka við ritsjórn á dagblaði. Dundee flækist inn í Hollywood og auðvitað inn í miðjan smyglhring á málverkum. Dundee tekur svo málin í sínar hendur. Stærsti gallinn við myndina er að hún er nákvæmlega ekkert fyndin, handritið er ein gloppa út í gegn og það er klisja ofan á klisju. Þessa einu stjörnu fær samt Paul Hogan en hann er alltaf nokkuð svalur. Forðist hana þessa.
ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND!!! Ég sat í bíósætinu mínu og gersamlega veinaði af hlátri. Hún er með húmor alveg frá byrjun og til enda og það besta er að hann fer ekki út í einhverja algera vitleysu. Paul Hogan er einn besti grínleikari sem ég veit um og hann fer alveg á kostum í þessari. Það ættu allir að sjá hana og er óhætt að mæla með henni. Hún á skilið minnst fjórar stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Paramount
Kostaði
$21.150.000
Tekjur
$39.438.674
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
6. júlí 2001
VHS:
13. desember 2001