Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Hearts in Atlantis 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. febrúar 2002

What if one of life's great mysteries moved in upstairs?

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Eldri maður snýr aftur til heimabæjar síns eftir að besti vinur hans deyr. Minningarnar lifna við í huga hans, frá því hann var 11 ára, þegar þrjú 11 ára börn léku sér saman, þau Bobby, Carol og Sully. Carol og Bobby eru skotin í hvort öðru. Bobby býr með móður sinni, biturri og sjálfumglaðri konu sem hugsar meira um sjálfa sig en soninn. Nýr og dularfullur... Lesa meira

Eldri maður snýr aftur til heimabæjar síns eftir að besti vinur hans deyr. Minningarnar lifna við í huga hans, frá því hann var 11 ára, þegar þrjú 11 ára börn léku sér saman, þau Bobby, Carol og Sully. Carol og Bobby eru skotin í hvort öðru. Bobby býr með móður sinni, biturri og sjálfumglaðri konu sem hugsar meira um sjálfa sig en soninn. Nýr og dularfullur leigjandi kemur inn í líf hans, og þeir ná vel saman, en móðir hans vantreystir honum. ... minna

Aðalleikarar


Virkilega fín mynd. Hún er nokkuð trú upprunalegu sögunni. Anthony Hopkins er góður að venju, en mér finnst strákurinn ekki nógu góður(hann er líka leiðinlegur í Along Came a spider) hann er með svo volandi rödd. Frábær mynd sem lýsir miðilsgáfu á skemmtilegan og raunsæan en þó dramatískan hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd sem gerð er eftir bók með Stephen King.

Fjallar um mann sem kemur til síns gamla heimabæjar og fer að ryfja upp æskuárin sín í litlum bæ í Connecticut, en þegar hann var yngri kynntist hann undarlegum manni að nafni Ted Brautigan (Anthony Hopkins) sem hann eyðir miklum tíma með, einnig sem hann er í lítilli vinnu fyrir hann við það að lesa blaðagreinar fyrir hann þar sem sjónin hjá Ted er ekki eins og hún var áður.

Söguþráðurinn er frekar lítill í þessari mynd, og það gerist ekki mikið í henni en samt er þetta ágætis mynd sem maður verður að klára ef maður byrjar á henni.

Hinsvegar fannst mér leikurinn hjá nánast öllum leikurunum vera mjög góður og þar ber hæst að nefna Anthony Hopkins.

Fín mynd til að glápa á á sunnudagskvöldi, en hún skilur samt mjög lítið eftir sig.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd sem fjallar um mann sem kemur aftur til heimabæjar síns og fer að rifja upp gamla atburði þegar hann var lítill og hitti gamlan dularfullan mann sem kenndi honum sitt hvað um lífið. Hopkins stendur sig vel og strákurinn sem leikur á móti honum stendur sig einnig mjjög vel. Góð mynd fyrir þá sem vilja hvíla sig á hasar og drápum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sterk og áhrifamikil mynd úr smiðju Stephen Kings. Kannski ekki allra besta mynd eftir hann í þessum dúr (Stand By Me ber af) en er góð mynd engu að síður. Anthony Hopkins finnur sig virkilega vel, og í fyrsta sinn í langan tíma reynir hann verulega á sig og er frábær. Drengurinn sem leikur á móti honum stendur sig einnig ótrúlega vel. Hann er ekki þessi týpíski sæti Hollywood krakki sem kann ekki að fara með línurnar sínar. Einnig má sérstaklega hrósa stelpunni, sem fer með tvö hlutverk í myndinni og stendur sig afskaplega vel. Hlutverk mömmunnar er vanþakklátt, hún er flatasta persóna myndarinnar og fær enga dýpt, og leikkonan sem leikur hana nær ekki að skapa neina samúð. Þrátt fyrir að myndin sleppi sér stundum út í of mikla væmni, þá eru mörg afar sterk atriði inn á milli sem hreyfa við manni og á heildina er hér um gæðakvikmynd að ræða. Hún er kannski ekki meistaraverkið í ár, en vel þess virði að sjá í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kraftlaus mynd um kraftaverk
Ágæt en hrikalega melódramatísk mynd sem segir frá samskiptum stráks nokkurs og manns sem býr yfir einstökum hæfileikum.

Frammistaðan hjá Anthony Hopkins er framúrskarandi (skal maður búast við öðru??), og þótt ég hafi ekki lesið bókina eftir Stephen King fannst mér sagan vera mjög athyglisverð. Anton Yelchin sýnir fremur ójafna frammistöðu, sem þýðir að hann getur verið góður sem og pirrandi, eins og fylgir flestöllum barnaleikurum. Persónulega hefði ég þó viljað sjá einhvern annann í þessu hlutverki, enda lykilhlutverk myndarinnar. Mika Boorem (sem lék einmitt í Along Came a Spider, á móti Yelchin) var hins vegar aðeins skárri. Hope Davis (úr Wonderland og Mumford) er samt einnig alveg óvenju frábær sem eigingjarna móðirin. David Morse var heldur ekki mjög slæmur í þessu örsmáa hlutverki sem eldri útgáfa sögupersónunnar.

Myndin sjálf er mjög hæg, og einhverra hluta vegna fannst mér lítið varið í persónurnar (persóna Hopkins var aftur á móti mátulega dularfull, og kannski var ekki áhorfandanum ætlað að kynnast honum það mikið - þess vegna var svona lítið farið út í hann). Í útliti og kvikmyndatöku er myndin stórfengleg, en í lokin slakar hún aðeins á og fer út í dálítinn sjónvarpsmyndabrag.

Myndin hefði líka fengið aukaplús hefði ekki orðið fyrir seinustu 5 mínúturnar, og sjálfum fannst mér þær vera algerlega ónauðsynlegar. Því nær hún ekki mikið meira en rétt fyrir ofan meðallag hjá mér.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn