Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Auto Focus 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A day without sex is a day wasted.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Bob Crane var grínisti í útvarpi þegar honum var boðið hlutverk Hogan í Hogan´s Heroes, og hann varð frægur leikari í kjölfarið. Hann var einnig ljósmyndari og myndaði einkum kvenfólk. Hann hittir John Carpenter, rafvirkja, sem kynnti hann fyrir myndbandsupptökuvélinni. John var einnig í swinger makaskiptaklúbb, sem hafði þau áhrif á Bob að hann varð kynlífsfíkill.... Lesa meira

Bob Crane var grínisti í útvarpi þegar honum var boðið hlutverk Hogan í Hogan´s Heroes, og hann varð frægur leikari í kjölfarið. Hann var einnig ljósmyndari og myndaði einkum kvenfólk. Hann hittir John Carpenter, rafvirkja, sem kynnti hann fyrir myndbandsupptökuvélinni. John var einnig í swinger makaskiptaklúbb, sem hafði þau áhrif á Bob að hann varð kynlífsfíkill. Þetta varð til þess að hjónabandið fór í vaskinn og gerði að verkum að ómögulegt reyndist að ráða Bob í vinnu. ... minna

Aðalleikarar


Kvikmyndin Auto Focus gerist í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðust aldar. Myndin segir frá útvarpsmanninum Bob Crane (Greg Kinnear - As Good as it gets). Hann stjórnar vinsælum útvarpsþætti en á sér þann draum að leika í kvikmyndum. Crane er einfaldur persónuleiki sem auðvelt er að spila með. Hann á þessa hefðbundnu vísitölufjölskyldu sem við fyrstu sýn virðist vera afskaplega hamingjusöm, en áhugamál Cranes skapar mikla spennu innan fjölskyldunnar. Þetta áhugamál er kynlíf og ljósmyndun. Þegar umboðsmaður Cranes kallar hann til sín og segir honum að hann hafi fengið aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Hetjur Hogans fara hjólin að snúast. Nú er Bob Crane ekki lengur bara rödd heldur þekkja hann allir. Hann kynnist John Carpendar (Willem Dafoe - Once upon a time in Mexico) sem verður einhversskonar samstarfsmaður Cranes í ljósmyndun og skemmtunum. Saman fara þeir að ljósmynda kynlíf og taka þátt í allskonar svalli. Í upphafi virðist þetta vera fullkomið og Crane nýtur sín til fulls. En seinna meir fer að halla undan fæti. Auto Focus tekur á erfiðu máli, þ.e. kynlífsfíkn. Leikstjóranum tekst að útfæra það ágætlega. En myndin dettur því miður í þá gryfju að einblína um of á kynlífsfíknina og þar af leiðandi verður atburðarrásin of einhæf. Aðalpersónurnar eru skýrar og vel leiknar. Það mæðir mikið á Kinnear og Dafoe og komast þeir vel frá sínu. Aftur á móti eru aukapersónurnar óskýrar hverfa í skuggann. Auto Focus er nokkuð áhugaverð kvikmynd sem er því miður of einsleit á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég mæli eindregið með þessari þó ég hafi aldrei séð Hogan's Heroes þættina sem þessi Bob Crane lék í, þessi mynd fjallar um einkalífið hans, en hann var kynlífsfíkill mikill og lifði með mottóinu A day without sex is a day wasted, alls ekki slæmt mottó það... Greg Kinnear og Willem Defoe smellpassa inn í þessi hlutverk og gera það mjög sannverðugt. Þetta er alveg ótrúleg saga sem getur bara gerst í Hollywood, Bob Crane hefur mikin ljósmynda áhuga og kemur það sér vel fyrir John Carpenter (Willem Defoe) sem kynnir honum fyrir video upptökuvélum og saman fara þeir á kreik og næla sér í kvenmenn og kvikmynda allt heila klappið. Alls ekki láta þessa fram hjá þér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn