Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Strax eftir að hafa gert Platoon gerir Oliver Stone Wall Street sem sýnir siðferðisgildi græðginnar í bandarísku þjóðfélaginu. Hann Gordon Gekko (Michael Douglas) sagði Greed is good, það er græðgin sem eflir fólk til þess að fá það sem það vill hvort það séu peningar eða upplýsingar. Charlie Sheen leikur Bud Fox sem er ungur verðbréfasali á Wall Street sem langar mest af öllu að vinna fyrir Gekko sem er einhver almesti salinn á Wall Street. Fox fær loks tækifæri til þess að hitta hann og fer smám saman að vinna fyrir hann en Gekko notfærir sér allt sem hann getur hugsanlega boðið uppá í sinni eigin þágu. Mjög fljótlega er Fox í slæmri stöðu sem hefur áhrif á alla fjölskyldu hans og heil fyrirtæki sem hann ber ábyrgð á. Wall Street sem er frá 1987 er góð að sýna bandaríska peningakerfið og hverskonar áhrif peningar geta haft á fólk. Faðir hans Stone var líka verðbréfasali á Wall Street og sumir í myndinni eru byggðir á honum. Michael Douglas vann óskar fyrir besta leik sinn í myndinni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
20th Century Fox
Kostaði
$15.000.000
Tekjur
$43.848.069
Aldur USA:
R