Hér er enn eitt stórvirkið eftir leikstjórann Oliver Stone. Sami maður og færði okkur myndir á borð við JFK, Scarface, Salvador og Nixon. Ásamt því að leikstýra myndinni þá skrifaði ...
Platoon (1986)
"The first casualty of war is innocence"
Chris Taylor er ungur og óreyndur Bandaríkjamaður sem hættir í menntaskóla og skráir sig í herinn til þjónustu í Víetnam.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Chris Taylor er ungur og óreyndur Bandaríkjamaður sem hættir í menntaskóla og skráir sig í herinn til þjónustu í Víetnam. Þegar hann kemur þangað þá uppgötvar hann fljótlega að félagar hans í hersveitinni telja hann frekar ónauðsynlegan, þar sem hann hefur enga bardagareynslu. Chris er með tvo yfirmenn, hinn skapstygga og ósigrandi liðþjálfa Robert Barnes og hinn mun geðþekkari og samstarfsfúsari liðþjálfa Elias Grodin. Núna skiptist í fylkingar milli yfirmannanna tveggja þegar framin eru ólögleg dráp þegar ráðist er inn í þorp. Eftir því sem stríðið dregst á langinn þá fer það að hafa meiri og meiri sálræn áhrif á Chris. Hann berst fyrir tilveru sinni, og fljótlega áttar hann sig á að hann á í tveimur bardögum, átökum við óvininn og átökum við mennina í herdeildinni.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda (4)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráÉg ætla nú ekki að kalla þetta bestu stríðsmynd ever, en hún er ein af þeim skemmtilegri sem ég hef séð. Hún sýnir á mjög raunsæann hátt hvernig stríð í Víetnam eru. Oliver Stone...
Platoon er besta kvikmynd 1986 og næstbesta mynd Oliver Stones á eftir JFK að mínu mati. Platoon er um hann Chris Taylor, ungann mann leikinn af Charlie Sheen sem fer til Vietnam að berjast og h...
Alveg hreint mögnuð mynd og ein af bestu stríðsmyndum sem gerðar hafa verið. Það er úrvals leikarar sem leika í þessari mynd, m.a. Willem Dafoe, Forest Whitaker, Johnny Depp og Charlie Shee...
Framleiðendur
Verðlaun
Vann fern Óskarsverðlaun. Besta mynd, besta leikstjórn, besta hljóð og besta klipping. Einnig tilnefnd til fjögurra Óskara í viðbót - Berenger fyrir leik í aukahlutverki, Dafoe fyrir leik í aukahlutverki, fyrir handrit og kvikmyndatöku.






















