Náðu í appið
Runaway Jury

Runaway Jury (2003)

"Trials are too important to be decided by juries."

2 klst 7 mín2003

Þegar verðbréfamiðlari er skotinn með köldu blóði á vinnustað sínum, þá kærir ekkjan stóran skotvopnaframleiðanda.

Rotten Tomatoes73%
Metacritic61
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Þegar verðbréfamiðlari er skotinn með köldu blóði á vinnustað sínum, þá kærir ekkjan stóran skotvopnaframleiðanda. Hún telur að fyrirtækið sé ábyrgt fyrir dauða mannsins hennar, og ræður til sín hugsjónamanninn og lögfræðinginn Wendell Roahr, til að fara með málið. Lögfræðingur skotvopnaframleiðandans er Rankin Fitch, valdamikill, miskunnarlaus og þekktur fyrir að vinna sín mál. En mitt á milli er kviðdómurinn, sem bæði Wendell og Rankin eru staðráðnir í að reyna að hafa áhrif á. En þeir komast að því að í kviðdómnum eru einn maður og ein kona sem munu ekki reynast auðsveip. Nicholas Easter er einn kviðdómenda og á í samstarfi við Marlee, kærustu sína, þegar kemur að lokaúrskurði kviðdómsins. En eftir því sem málið heldur áfram, þá fara ýmsar vangaveltur að láta á sér kræla, um hvað mönnum gengur til, og hvað ýmsir vilja gera til að tryggja niðurstöðu dómsins.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

New Regency PicturesUS
Regency EnterprisesUS

Gagnrýni notenda (3)

Nokkrir brjálæðingar ráðast inn í skrifstofubyggingu og drepa fullt af fólki. Nokkru síðar kærir eiginkonakona eitts fórnarlambs byssufyrirtækið sem seldi þessum gaurum byssurnar. Byssuf...

Ég fór á þessa mynd ásamt nokkrum vinum mínum með opinn hug. Ég bjóst svo sem ekki við neitt rosalega miklu, en myndin kom skemmtilega á óvart. Myndin fjallar um það í grófum...

★★★★★

Ég var ekkert að búast við miklu, en það kom mér verulega á óvart hversu góð þessi mynd var. Sýnishornið sem maður hafði séð nokkrum sinnum áður eyðilagði nákvæmlega ekkert fyr...