Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér á ferðinni er ósköp ófrumlegur mannránsþriller sem nær voða sjaldan að byggja upp almennilega spennu. Stórleikarinn Michael Douglas stendur að vísu fyrir sínu, þó að Brittany Murphy hafi staðið sig mun betur, og er ótrúlega trúverðug sem geðbilaða stúlkan. Aukaleikararnir eru flestir á ofarlegu plani, Sean Bean er sérstaklega að standa sig hér, og sýnir að hann verður betri og betri með hverri mynd sem hann leikur í. Famke Janssen var líka ágæt, þó að hlutverk hennar hafi ekki verið neitt krefjandi (sést næstum alla myndina uppí rúmi). Eins og ég sagði fyrr að þá er myndin ekki nógu spennandi, og það er einfaldlega vegna þess að maður veit alveg frá byrjun hvernig endirinn verður. Endirinn var líka ferlega slappur og klisjukenndur. En aftur á móti var fyrri mynd Gary Fleder's, Kiss the Girls, mjög spennandi og var með þeim betri mannránsmyndum sem ég hef séð. En því miður hefur manninum ekki tekist að toppa hana, þó að hann hefði getað það, hefði klisjan ekki átt sér stað. Don't Say a Word er gott dæmi um mynd sem byrjar helvíti vel en fer út í vitleysu. Það er dáldið sorglegt að niðurstaðan hafi ekki orðið betri, og var ég fyrst viss um að þetta væri stórfín spennumynd. Sæmileg afþreying, en ekki mikið meira.
Það er varla að það taki því að skrifa um þessa dellu sem Don´t say a word er. En hún fjallar í stórum dráttum um glæpamenn sem ræna ungri dóttur þekkts sálfræðings og gefa honum svo átta tíma til að fá unga geðtruflaða stúlku til að gefa honum upp talnaröð sem hún ein veit. Myndin er lítt spennandi og söguþráðurinn ekki upp á marga fiska. Það mætti halda að sumar persónur myndarinnar séu þarna bara til að fylla upp í gloppótt og illa skrifað handrit. Þessar persónur gera ekkert fyrir myndina annað en að gera hana enn heimskulegri.
´Þessi mynd fjallar um litla stúlku sem er rænt og faðir hennar á að ná henni með því að fá númer frá einhverri geðbilaðri stúlku. Hún lofaði góðu og söguþráðurinn var ágætur, þótt hann væri mjög líkur söguþræðinum í öllum svona glæpamyndum. Hún byrjaði vel og geðbilaða stúlkan leikur þetta frábærlega. Michael Douglas var í essinu sínu en kvenkyns löggan sem leikur í myndinni er bara fyrir. Hún kemur ekki nálægt myndinni og á greinilega að tengja þetta mál og hennar mál saman. Það gengur illa og mátti leysa hennar hlutverk betur. Endinn klisjulegur en annars er þetta mjög góð mynd, heldur spennunni uppi allan tímann. Góð mynd í afmælisveisluna.
Leikstjórinn Gary Fleder gerði hina ágætu Kiss the Girls fyrir u.þ.b. fjórum árum og heldur sig mikið til við sama efni hér. Don't Say a Word er spennumynd með létt-sálfræðilegum undirtónum og mannránsklisjum, og því er varla hægt að segja að Fleder hafi stigið stórt skref upp á við. En myndin en engu að síður traustur þriller sem gengur ágætlega upp þangað til í lokin þegar allar þær klisjur sem maður gat búist við skjóta upp kollinum í einni mynd eða annarri. Michael Douglas, sá gamli refur, er í sæmilegasta formi í hlutverki geðlæknis sem lendir í því að dóttur hans er rænt svo hann geti veitt talnaformúlu upp úr einum sjúklinga sinna. Brittany Murphy, sem var óborganleg í Clueless, er ekki langt frá því að vinna leiksigur hér. Hún er mjög sannfærandi sem geðveil unglingsstúlka og fær mann alveg til að taka hana trúanlega. Famke Janssen leikur eiginkonu læknisins góða (merkilegt hvað Douglas á alltaf ungar eiginkonur...) og á eina bestu senu myndarinnar. Oliver Platt og Sean Bean, sem eru fínir leikarar, eru auðsjáanlega bara að næla sér í smá pening... ekki eru þeir að þessu til að bæta á ferilskrána. Í heildina séð er Don't Say a Word meinlaus tveggja tíma skemmtun sem sér manni fyrir því sem maður býst við, bæði góðu og slæmu. Gæti verið verra.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Patrick Smith Kelly, Caroline Case
Framleiðandi
20th Century Fox
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
8. febrúar 2002
VHS:
28. ágúst 2002