Náðu í appið
The Prince and Me

The Prince and Me (2004)

The Prince and Me

"Finding your inner princess can be such a royal pain."

1 klst 51 mín2004

Sveitastúlkan Paige frá Manitowoc er að byrja í læknanámi við Háskólann í Wisconsin í Madison.

Rotten Tomatoes28%
Metacritic47
Deila:
The Prince and Me - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Sveitastúlkan Paige frá Manitowoc er að byrja í læknanámi við Háskólann í Wisconsin í Madison. Þar hittir hún Eddie, samnemanda sinn frá Danmörku. Fyrst fer hann í taugarnar á henni, en síðar fer hún að kunna vel við hann og verður ástfangin af honum. Paige fer með Eddie heim til sín í sveitina á Þakkargjörðarhátíðinni. Þangað eru þau elt af æsiblaðaljósmyndara og hann tekur myndir af parinu, og Paige kemst að því að Eddie er í raun og veru krónprins Danmerkur, Edvard. Þegar faðir Edvard, Harald konungur, veikist og þarf að afsala sér völdum, þá snýr Eddie til Kaupmannahafnar, og Paige ákveður að elta hann, og þar tekur Edvard hlýlega á móti henni, fer með hana í kastalann, og kynnir hana fyrir konungsfjölskyldunni. Rosalind drottning er í fyrstu mótfallin ráðahagnum, en snýst hugur síðar, en Haraald, tekur henni vel. Edvard biður hennar og Paige játast honum, og hann gefur henni hring. En Paige langar samt sem áður að láta draum sinn um að starfa hjá Læknum án landamæra, rætast, þannig að hún snýr aftur til Bandaríkjanna til að klára læknanámið. Edvard kemur til að verða við útskriftina hennar og stingur upp á öðrum möguleika.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (3)

★★★★★

Þetta er voðalega krúttleg rómantísk gamanmynd. Hún fjallar um danaprinsinn sem er orðinn leiður á konungslífinu og ákveður að fara í skóla í bandaríkunum af því að hann sá auglý...

öööööömurleg mynd. Enn ein rómó gamanmynd... sem eru að vísu allar lélegar, en þessi skar fram úr.... endirinn var fáránlegur, vissi ekki hvað aðalpersónurnar ætluðu að gera, þau...

★★☆☆☆

The Prince and me er leiðinleg og ófrumleg mynd sem fjallar um fátæka bandaríska konu sem að danaprins verður ástfanginn af en hann lýgur að henni hver hann sé. Húmorinn er í lágmarki og...

Framleiðendur

Stillking FilmsCZ
Sobini FilmsUS
Epsilon Motion PicturesCH
Paramount PicturesUS
LionsgateUS