Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fahrenheit 9/11 2004

(Fahrenheit 911)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. ágúst 2004

The temperature where freedom burns!

122 MÍNEnska

Í þessari næstu mynd sinni á eftir hinni margverðlaunuðu Bowling for Columbine, þá fjallar Micheal Moore um bandaríska öryggiskerfið, hræðsluna, óttan, fölsk gildi og þjóðerniskennd, en allt þetta til saman eins og hann leggur það fram, bjó til það andrúmsloft sem svo náði hámarki sínu í stríði Bandaríkjanna gegn Írak, í stað þess að handsama... Lesa meira

Í þessari næstu mynd sinni á eftir hinni margverðlaunuðu Bowling for Columbine, þá fjallar Micheal Moore um bandaríska öryggiskerfið, hræðsluna, óttan, fölsk gildi og þjóðerniskennd, en allt þetta til saman eins og hann leggur það fram, bjó til það andrúmsloft sem svo náði hámarki sínu í stríði Bandaríkjanna gegn Írak, í stað þess að handsama hina raunverulegu menn á bakvið árásina á tvíburaturnana 11. september 2001. Myndin segir frá því m.a. hvernig flogið var með áhrifamikla Saudi Araba frá Bandaríkjunum, þegar öðrum flugvélum var bannað að fljúga eftir árásirnar. Myndir úr myndasöfnum, opinská viðtöl við stjórnmálamenn, og sóun almannafjár í stríð sem var byggt á fölskum forsendum: gereyðingarvopnaeign - til að beina athygli almennings frá hinum raunverulega óvini og fá Bandaríkjamenn til að sameinast fyrir framan sjónvarpstækin til að horfa á saklausa Íraka og Afghana vera drepna.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Hér er á ferðinni enn ein áróðursmynd gegn okkur Bandaríkjamönnum og verð ég að segja að fólk er vitlaust að gleypa við öllu sem að þessi mynd segir. Þó svo að margt sem að kemur fram í henni sé rétt þá eru þetta hlutir sem að kemur eingum við. Það kemur eingum við hversvegna við sprngjum Írak í loft upp, það kemur eingum við hve tengsl Bush eru við hinn og þennan í arabaheiminum því að ef þið væruð í hans sporum þá væru þið ekkert skárri og ekkert minna spilltir. Ég verð því miður að segja að hatur gegn okkur könum hefur aukist og finn ég það vel hér á Íslandi. Þessi mynd er vel gerð og allt það og ég tek ofan fyrir Moore að taka þessa áhættu og ég veit að hann er að þessu í þá síns lands en hann mun ekkert geta breytt fólkinu í landinu og þó svo að Bush hafi gert marga vitleysu þá verðum við bara að sætta okkur við það og gefa honum annan séns. Flestir héldu að Bush myndi ekki ná endurkjöri en hvað skeði??? Ég er ekki mikill aðdáandi svona mynd en ég er ekki hræddur þó svo að ég sé repúblikani því að staða okkar er sterkari en nokkru sinni fyrr. Það eru margar fyndar senur í myndinni og er það allt gert í gríni en fólk verður að hætta að gleypa við öllu sem að það sér. Endilega sjáið þessa mynd en ef þið hafið það viðhorf að hata okkur kana þá skuluð þið hætta að ferðast til BNA.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

'Fahrenheit 9/11' er áhugaverð heimildarmynd, sem er því miður mjög svo lituð af sterkum skoðunum Michael Moore, og finnst mér hún stundum vera meira um skoðanir og túlkanri Moore frekar en veruleikann sjálfan. Mér finnst ekki ólíklegt að Bush aðdáendur og repúblikanar hafi hagnast meira á þessari mynd fyrir kosningarnar, en annað. Áhugavert er hvernig forsetaferill Bush er rekinn, hvernig mótmæli blökkumanna og almennings voru ekki virt eftir kosningarnar í Florida, árið 2000. Áhugavert er að sjá venjulegt fólk í Írak rétt fyrir innrásina og svo 'Helvítið á Jörðu' sem verður til þegar hún er orðin að veruleika. Hvernig fólk hefur þjáðst vegna þessa stríðs. Hversu fáránlegt er að tengja saman Írak og Al-Queada samtökin. Ég er alls ekki hrifinn af Bush, en samt fannst mér gagnrýnin á hann oft missa marks. Til dæmis þegar hann er staddur í skólastofu með börnum, og hefur heyrt að gerð hafa verið árás á Bandaríkin; hvernig átti hann að bregðast við? Hefði hann átt að hlaupa út, upp í þyrlu eða glæsikerru, komast í símasamband sem fyrst og þykjast vera að gera eitthvað í málinu? Eða var það kannski ekki svo vitlaust hjá honum að sitja áfram og virða fyrir sér börn, og hugleiða fyrir framan börnin, í öruggu umhverfi, hvernig best væri að bregðast við? Michael Moore getur sér til um hvað Bush er að hugsa í þessari skólastofu eftir að hann hefur heyrt fréttirnar, en allar þær skoðanir eru kaldhæðnar og írónískar, og miðað við svipbrigði Bush var hægt að lesa úr andlitinu bæði miklar áhyggjur og umhyggju. Þetta atriði kom mér mjög á óvart, þar sem að ég hafði áður lesið um hversu asnalegur og gagnrýnisverður Bush var á þessu augnabliki. Ég er ósammála. Mér sýnist hann hafa haldið virðingu sinni og reynt að halda rónni. Vissulega kemur margt gagnrýnisvert fram, eins og skuggaleg viðskiptatengsl forsetans við Bin Laden fjölskylduna og upplýsingar um hversu gríðarlega hagkvæmt þetta stríð gæti orðið fyrir stórfyrirtæki með tengsl við repúblikana. Það finnst mér áhugaverðasti þátturinn, og í raun óþarfi að blanda svipbrigðum Bush - sem enginn getur ráðið í hvort eð er - við þá alvarlegu umræðu sem spilling í stjórnkerfinu er. Mér sýnist þessi mynd vera eins og hávær flugeldur sem því miður springur áður en hann nær flugi og slasar þá sem ætluðu að skjóta honum upp. En vissulega hefur myndin mikið skemmtigildi. Hún er faglega unnin og Moore er fyndinn gaur sem kemur skoðunum sínum skemmtilega ýtið á framfæri. Öfgar hans eru bara ekkert skárri en öfgar annarra, þó að gaman geti verið að þeim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Maður sér strax að munurinn á þessari mynd og Bowling er sá að þessi mynd er mun alvarlegri. Í þessari snilldar mynd tekur Michael Moore George W. Bush fyrir og sýnir á mjög áhrifaríkan hátt samband hans við Al-kaída og Bin-Laden fjölskylduna. Hann sýnir einnig hvernig þingmenn eru gagnvart því að senda krakka þeirra í stríð og maður fær að sjá frá sjónarhóli fólks sem sendi drengi sína í stríð hvaða afleiðingar það hafði fyrir fólkið, sem er sorglegt að horfa á. Einnig sýnir hann það mjög vel hvernig George W. Bush svindlaði í kosningunum og það sem leiddi til þess að hann varð forseti. Ég mæli sterklega með því að fólk sjái þessa mynd sem fyrst því hún á eftir að hafa áhrif á mann. Ef þið fíluðuð Bowling for Columbine, þá eigið þið eftir að dýrka þessa mynd. Fær pottþétt 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Michael Moore er nátturlega bara algjör snillingur, allt sem hann segir í þessari mynd er bara svo SATT já ég hef ekkert fleira að segja!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er mjög mikill bush hatari og allt það en það sem ég segji núna segji ég sem hlutlaus maður. ÞESSI MYND ER BULLANDI SNILLD!!!!! Ég hef aldrei séð heimildamynd sem hefur vakið upp svo miklar tilfinningar áður. Hún var fyndin, sorgleg, vakti upp reiði og gleði. Snillingurinn Michael Moore fer hérna á kostum og allir ættu að sjá þessa mynd. Og núna hætti ég að vera hlutlaus. Mér finnst ótrúlegt að fólk sé að segja að 90% af þessari mynd sé lygi því Moore lagði oftast fram skotheldar sannanir til að sanna mál sitt og held ég að mest af þessari hörðu gagngrýni komi frá frekar hlutstæðum aðilum. Sumir Bandaríkjamenn halda að þessi mynd fái Evrópubúa til að hata BNA ennþá meira en svo finnst mér ekki vera. Eftir að ég sá þessa mynd þá lærði ég að hata bara bandarísku stjórnina og þá sem eru tengdir henni í staðinn fyrir bandaríska lýðin eins og ég átti til að gera áður fyrr. Hann Moore sýnir fram verstu hliðar bandaríkjann og hinar góðu sem fær mig til að vera mjög ósammála þeim heilaþvegnu halfvitum sem segja að Michael Moore sé föðurlandssvikari. Eitt þótti mér sorglegt að sjá að þetta meistaraverk var komið með bara tvær og hálfa stjörnu hérna á kvikmyndir.is mörgum vikum áður en myndin var svo mikið sem forsýnd hérna á íslandi, skamm skamm. Þessa mynd ættu allir að sjá hvort sem þið eruð Bush hatarar eða Bush sleikjur. Hún fær hiklaust 4 stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.04.2020

Ný mynd úr smiðju Michael Moore aðgengileg á YouTube

Heimildarmyndin Planet of the Humans var gefin út á YouTube í vikunni (þann 22. apríl, á svonefndum degi Jarðar, nánar til tekið) og er aðgengileg á rás bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore. Þarna er...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn