Aðalleikarar
Leikstjórn
Exorcist 2 er frekar vandræðaleg mynd. Hún er langdregin og söguþráðurinn er frekar langsóttur. Í fyrstu myndinni er plottið einfalt. Ung stúlka verður andsetin og það er reynt að ná djöfsa út. Í framhaldinu er Linda Blair orðin unglingur og er á einhverri sálfræðistofnun út af áföllunum í fyrstu myndinni. Prestur er fenginn til að rannsaka atburði fyrstu myndarinnar og hann leikur enginn annar er Richard Burton. Hann trúir því að púkinn sé enn í Lindu Blair og ferðast til Afríku til að finna mann sem var upphaflega með djöfsa í sér, leikinn af James Earl Jones. Annars vantar Ellen Burstyn, hún hefur greinilega lesið handritið. Aðferð sem er mikið beitt í þessari mynd er alveg út í hött. Fólk notar eitthvað tæki til að fara í sameiginlega hugleiðslu og sér þá minningar hins aðilas. Algjör science fiction. Þessi mynd má eiga það að hún reynir að fara nýjar slóðir og að mörgu leiti eru hún ágæt. Það eru samt of margir gallar á henni til að geta kallað hana góða mynd.