Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ray er frábær mynd og ef þið hafið ekki séð hana SJÁIÐI HANA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! jamie foxx heldur myndini gersamlega gangandi allan tíman það hefði ekki geta verið hægt að finna betri leikara í hlutverk hans ég eiginlega get ekki sagt neitt annað um hina leikarann því að maður tók varla eftir þeim maður sá bara jamie foxx. þessi mynd fjallar um ævi hins stórkostlega tónlistarmanns ray charles sem átti tónlistarheiminn á sínum tíma leikstjórinn stendur sig líka vel og hreint út sagt allir sem komu nálægt gerð þessara myndar eiga skilið klapp á öxlinna meira að segja pjakkurinn sem kom með kaffið handa leikstjóranum allt í þessari mynd er frábært og í raunin hefði þessi mynd ekki getað farið betur ég mæli sterklega með þessari mynd fyrir hvern sem er jafnvel fyrir þá sem halda því fram að the core sé gæða mynd
Ray er ein besta mynd allra tíma. Hún fjallar um ævi Ray Charles sem dó í fyrra og var 74 ára gamall. Hann var háður heróíni en náði að losa sig við það rusl. En fyrir ykkur sem ekki vitið var hann blindurog átti eina konu en var með tvær auka. Hann var mikill tónlistamaður og spilaði á píanó.
Þetta er góð mynd en því miður þurfti hún að valda mér vondbrigðum. Ég meina rangar upplýsingar sem verða langdrengar á köflum er svoldið vondbrigði. Engu síður er þetta góð mynd og mæli ég sem helst að fara að horfa á þessa mynd því að hún er góð. Jamie Foxx er nokkuð góður sem Ray Charles og átti skilið óskarinn(mér fannst Di Caprio betri en það er önnur saga). Þessi mynd fjallar um líf tónlistarmannsins Ray Charles sem var blindur píanóleikari og var fyrsti til að hafa gospel tónlist og blues(blús) saman við. Sumir mótmæltu og sumir fögnuðu. Þetta er góð skemmtun.
Það verður að segjast eins og er að Jamie Foxx standi sig hreint út sagt frábærlega sem Ray Charles í þessari mynd. Myndin er skemmtileg og dramatísk og ekki skemmir það að það er mögnuð tónlist sem er í myndinni. Jamie Foxx átti svo sannarlega skilið óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari myndi því leikur hans er óaðfinnanlegur.
Þessi mynd er algjört meistaraverk. Segir frá ferli Ray Charles Robinson, sem að var einn besti tónlistamaður sem að var uppi. Hérna er sýnt frá því þegar hann var að komast uppá stjörnuhimininn í tónlistarbransanum, frá eiturlyfjaneyslu hans, helstu samböndum hans, bara allt það helsta í lífi þessa merka manns. Það er allt gott við þessa mynd: Gott handrit, góður söguþráður, leikstjórn Taylor Hackfords, kvikmyndataka mjög góð, brilliant tónlist og síðast en ekki síst leikur Jamie Foxx sem Ray Charles. Þessi maður er svo líkur Ray að það er varla hægt að greina þá sundur. Þeir gátu ekki fundið betri leikara í þetta hlutverk en hann. Ég hef fílað Jamie Foxx mjög mikið sem leikara, þótt hann hafi einungis leikið í aukahlutverkum. Það var ekki fyrr en hann fékk hlutverk í myndinni Collateral og Ray sem að stjarna hans fór að skína. Jamie Foxx er næsti Denzel Washington. Hann er það góður leikari og sannar það í Ray með alveg brilliant frammistöðu sem var vel þess virði að fá Óskarinn fyrir. Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni og er maður strax spenntur fyrir næstu mynd hans, sem að er Miami Vice sem er byggð á frægum sjónvarpsþáttum sem að gerðu Don Johnson frægan. Ein af þeim betri sem að er í bíóhúsum núna. Pottþétt 4 stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Taylor Hackford, James L. White
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
18. febrúar 2005
VHS:
23. júní 2005