Náðu í appið
Öllum leyfð

Ice Age: The Meltdown 2006

(Ice Age 2)

Frumsýnd: 7. apríl 2006

Kiss Your Ice Goodbye

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Þegar dalnum þar sem þeir búa stafar ógn af ísnum sem er að bráðna allt í kring, þá ráðleggja mammúturinn Manny, letidýrið Sid og sverðtennta tígrisdýrið Diego, öðrum dýrum að finna sér skjól annars staðar. Á leiðinni í burtu hittir hópurinn Ellie, kvenkyns mammút sem heldur að hún sé pokarotta eins og tveir hrekkjóttir bræður hennar. Á sama... Lesa meira

Þegar dalnum þar sem þeir búa stafar ógn af ísnum sem er að bráðna allt í kring, þá ráðleggja mammúturinn Manny, letidýrið Sid og sverðtennta tígrisdýrið Diego, öðrum dýrum að finna sér skjól annars staðar. Á leiðinni í burtu hittir hópurinn Ellie, kvenkyns mammút sem heldur að hún sé pokarotta eins og tveir hrekkjóttir bræður hennar. Á sama tíma er íkorninn Scrat enn að reyna að ná í valhnetuna sína, við mjög óvenjulegar aðstæður.... minna

Aðalleikarar

Eyðsla á pixlum
Látum okkur nú sjá...
Fyrsta Ice Age-myndin kom akkúrat á þeim tíma þegar Pixar og Dreamworks voru upp á sitt besta (eða a.m.k. á mjög góðu róli), svo að hún féll ósjálfrátt í skugga mynda á borð við Shrek og Monsters, Inc. Engu að síður þótti mér sú mynd vera vel heppnuð og skemmtileg. Ágætar persónur einkenndu hana, og þá sérstaklega stóð upp úr íkorninn seinheppni með áráttu sína.

Nú er komið að Ice Age 2, og mér þykir það vera fullvægt til orða tekið að segja að hún nái hvergi hæðum fyrri myndarinnar. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þessi mynd bara klisja út í gegn, og á nánast óbærilegu stigi. Húmorinn er heldur ekki mjög ferskur. Í raun og veru þá virkar hann bara ósköp sjaldan.

Söguþráðurinn er óspennandi og fyrirsjáanlegur, og sub-plottinu sem tengdist ástarsögunni hefði gjarnan mátt sleppa. Meira að segja nýju persónurnar fóru í taugarnar á mér. Já, allar!

Svona yfir höfuð þá finnst mér þetta dæmi allt saman vera orðið svei mér þreytt. Ég skemmti mér ekkert sérstaklega yfir myndinni þótt ég gangi ekki beint svo langt með að segja að hún sé eitthvað leiðinleg. Afsakið mig þó fyrir að segja að mér fannst hún alls ekki vera langt frá því...

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á Ice Age 2 með þeim væntingum að hún yrði ekki síðri en sú fyrri.

Og viti menn, ég varð ekki fyrir vonbrigðum, nema kannski fyrir utan söguþráðinn, fannst hann of þunnur, einfaldur, bara óspennandi.



Scratch, eða hvað sem litli óheppni íkorninn heitir fer á kostum, enda mun meira í þessari heldur enn þeirri fyrri.

Svo fáum við að kynnast nýjum characterum, sem mér fannst nauðsynlegt til þess að mynd gæti skilað sýnu, sem hún gerði með sóma.



Mjög góð fjölskyldu-skemmtun, þessi verður skyldueign þegar hún kemur út á DVD.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er nú bara ágæt en hún nær ekki að toppa fyrstu myndina!. Söguþráðurinn í þessari mynd var hreint ekki eins góður og í fyrri myndini!...., það er bara eitthvað við það!. Svo er hún líka stundum langdreginn en AÐ Sjálfsögðu heldur íkornin Scrat myndini uppi! flestir í bíósalnum hló endalaust á meðan íkornin var! en eiginlega ekki neitt að neinu öðru!. samt er myndin alveg ágætis afrþregiing á sinn hátt en samt mörg langdreginn atriði sem gera ekkert fyrir myndina! en samt hefur þessi mynd sína góðu púnta! tildæmis fara Ray Romano, Denis Leary og John Leguizamo vel með raddir aðalpersónana: Manny, Diego og Sid. Og svo var Jay Leno allt í einu með hlutverk það var ekkert annað en steikt þetta er nú bara ágætis skemmtun sem hægt er að njóta!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ice Age kom mér á óvart á sínum tíma, það var frumleg mynd með skemmtilegum karakterum og söguþræði sem var samsettur af skynsemi og alúð. Hér er engu líkara en að sálin sé horfin og ekkert eftir nema útlitið. Ice Age er kannski ekki hið dæmigerða peningaplokkandi framhald, en hún kemst ansi nærri því.


Nú þurfa vinir okkar að forða sér undan komandi flóði. Ísöldin virðist nálægt því að líða undir lok og gríðarlegt lón hefur myndast á bak við ísvegg sem gnæfir yfir dalnum þar sem fjöldamargar dýrategundir eiga heimkynni sín. Við botn dalsins ku vera örk mikil, sem getur bjargað þeim í hamförunum. Úr verður mikil og löng röð dýra, og loðfíllinn Manny og félagar fara með, þótt þeir eyði afar litlum tíma í að fylgja aðalhópnum.


Þess í stað slást þeir í för með Kvenloðfílnum Ellie sem heldur að hún sé pokarotta og bræðrum hennar, sem eru reyndar alvöru pokarottur. Þetta er mikill léttir fyrir Manny enda hélt hann að hann væri mögulega sá síðasti af sinni tegund. En það mun taka hann tíma að sannfæra Ellie (fyrirsjáanlega ljær Queen Latifah henni rödd sína) um að þau eigi saman.


Það er seint hægt að setja út á frammistöðu leikara eða teiknara en þeir skila allir sinni vinnu með sóma. Hér er það handritið sem bregst. Nánast allir brandararnir byggjast upp á fíflagangi, einhvers konar misþyrmingum á letidýrinu eða furðulegum uppátækjum pokarottanna og kvenloðfílsins sem líkir eftir þeim í einu og öllu. Það má segja að brandararnir með litla kvikindinu sem eltir hnetuna sína hafi smitast yfir í aðra þætti sögunnar og nú snúast þeir allir um hið sjónræna. Litla greyið sem eltir hnetuna á aftur mjög góða spretti hér, en spaugileg slys og ótrúlegar uppákomur sem persónurnar lenda í missa marks þegar þau verða með mínútu millibili. Það er ekki einn einasti brandari sem jafnast á við það þegar Diego reyndir að róa barnið í fyrri myndinni og að sama skapi nær ljúfsári undirtónninn aldrei sömu hæðum - hver gæti gleymt því þegar hellamyndirnar lifna við í Ice Age og segja söguna um fjölskyldu Manny? Það eina sem kemst nálægt því hér er þegar við sjáum endurlit Ellie frá æsku sinni, er hún kynnist pokarottunum sem urðu síðan bræður hennar. Á meðan ég naut þessa atriðis mest af allri myndinni, gerði vinur minn sér upp hrotur við hliðina á mér, sennilega af því að ekkert ægilega fyndið átti sér stað þarna í einhverjar mínútur.


Hins vegar var það svo að hann og hin þrjú sem voru með mér í bíó nutu myndarinnar umtalsvert meira en ég og vildu held ég öll spandera á hana 3 til 4 stjörnum. Ég læt mér nægja 2, hún er mjög flott og manni leiðist ekki sérstaklega en þegar svona myndir fara að reiða sig fremur á sjónræna brandara en vandlega úthugsaðan húmor er þróunin ekki á leið í rétta átt.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Loksins, loksins. Þá er hið langþráða framhald að Ice Age loksins komið á klakann, og ég gæti ekki verið meira ánægður með hana. Þessi mynd er algjör snilld og gefur forveranum ekkert eftir. Hér er allt upprunalega liðið mætt aftur, auk þess eru nýjar og skemmtilegar persónur bættar við. Hún er virkilega skemmtileg, ógeðslega fyndinn og sagan að myndinni er mjög góð. Ray Romano, John Leguizamo og Denis Leary eru brilliant sem fyrr og skila raddavinnu sinni vel frá sér. Svo eru Queen Latifah og Seann William Scott góð í hlutverkum sínum sem Elle, loðfíll sem telur sig vera pokarottu og Seann sem ein af pokarottunum. En, eins og í fyrstu myndinni, er það Scrat, brjálaði íkorninn, sem stelur senunni enn og aftur. Í hvert skipti sem hann kemur á skjáinn, er maður alveg í hláturskasti. Það er svo yndislega gaman að fylgjast með honum í baráttunni að ná þessum hnetum, að maður getur ekki annað en hlegið að því. Hann á alveg pottþétt öll fyndnustu atriðin í myndinni. Ice Age 2 er snilldarmynd sem ég mæli með að allir fari að sjá, hvort sem það eru foreldrar eða börn. Pottþétt besta myndin sem er í bíó þessa dagana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn