Náðu í appið
21
Öllum leyfð

Ice Age 2002

(Ísöld, The Ice Age)

Frumsýnd: 22. mars 2002

The Coolest Event In 16,000 Years.

81 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Þegar jörðin var smám saman að hverfa undir jökla, og dýr í ofboði að reyna að lifa af og bjarga sér undan ísöld sem var að leggjast yfir, þá neyddust letidýrið Sid, mammúturinn Manny, og sverðtígurinn Diego að sýna hvað í þeim býr. Þessi þrenning í sameiningu fer með barn til föður síns, og mætir á leiðinni hættunum sem fylgja yfirvofandi ísöld.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þetta er algjör snilld, ég mæli eindregið með þessari mynd. Myndin fjallar um letidýrið Lúlla sem er að fara suður með fjölskyldu sinni sem svo stingur hann af. Svo hittir hann loðfílinn Mannfreð og þeir tveir lenda í miklum ævintýrum. Endilega kíkið á þessa ef þið hafið ekki þá þegar séð hana, annars kíkið bara á hana aftur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég viðurkenni það að pixar tölvuteiknimyndirnar eru flottari en þessi er ekki síðri en pixar myndirnar.

3 dýr finna barn ssem hefur orðið viðskilið við aðra menn og þau ákveða að skila barninu aftur til mannanna sem er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera í fyrstu sýn.

Bráð skemmtileg mynd sem gefur toy story ekkert eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Guð minn góður hvað ég hló...ég ætlaði ekki að getað andað, grenjaði svoleiðis úr hlátri. Ice Age er ein magnaðasta mynd sem ég hef augum litið. Fyndin, skemmtileg, áhrifarík og frábær graffík, sérstaklega svipbrigðin. Ég hélt ég myndi deyja á staðnum þegar aumingja Syd var að klöngrast upp fossinn og Manfred stóð fyrir aftan hann, glottandi.

Þvílík mynd!

Ég fór á hana í bíó fyrir löngu og man en eftir fólkinu í salnum, ég get svo svarið það. Einn gat ekki hætt að hiksta, var svoleiðis í krampakasti og móðir mín hélt fyrir munninn á sér svo að tennurnar hrykkju nú ekki út.

Og ÉG!...ég var komin hálfa leið niður á gólf og gat varla staðið upp í hléinu...

Þessi mynd fær sko 4 stjörnur!


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þetta er ekki óborganleg snildar teiknimynd! Veit ég ekki hvað er! Ég ef alltaf haft gaman af 3 víddar teiknimyndum á m.a. Shrek(sem er bara snildin ein), Toy Story 2(ég veit að Toy Story 1 var gerð í 3d en Toy Story 2 er betri, enda er hún merjuð)og fleiri. Söguþráðurinn er svona dæmigerður ef sagt frá honum í stuttu máli en er samt mjög frumlegur, ef þú sérð myndina. Söguþráðurinn er svona:

Sid sem er jarðköttur(Sid er í anda Tímon-úr Tímon og Púmba)

vaknar upp úr dvala rétt fyrir ísöldina, og fjölskyldan hans er FARIN, lögð á stað með hinum dýrunum.

Eftir það lendir hann í klandri við tvo nashyrninga og þar á eftir kynnist hann loðfílinum Manny, og þar á eftir eins og smellt væri fingri hitta þau mansbarnið og sverðköttin Diego.

Byrjar þá óborganlega ferðalag þeirra að skila barninu til mannana, en Diego hefur eitthvað annað á prjónunum.

Þá kem ég að snilldinni einni-Scrath.

Vörumerki Ice Age, með flottustu persónum heims og hnetu elskandin Scrath.

Hver fékk hugmyndinna af honum? Þessi persóna er meira en snild, ég fæ gæsahúð við að hugsa um hann, hann er allt:

Sætur, snild, fyndin og óborganlegur.

En þessi mynd endar ekki bara á sama degi eða í sömu viku eða alla vega á sömu öld, nei hún endar 20.000000 ára seinna en ísöldin sjálf.

Jæja þessi mynd átti að vera síðasta tilraun 20 Century Fox til að gera teiknimynd og er Ís öldin orðin það góð að við vonum að önnur teiknimynd frá 20 Century Fox eða jafn vel Ísöldin 2.

Þessi mynd fær 4 stjurnur, hefði gefið henni meira hefði ég haft kost á. Bless.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á frumsýninguna og mér fannst geðveikt gaman þó ég táraðist aðeins en hvað með það. Þesi mynd er svona í stuttu máli að loðfíllinn Manny, letidýrið Sid og sverðköttinn Diego. Þeir eru að bjarga ungbarni indíána og reyna að koma því til þeirra en sverðkötturinn Diego er með hinum og ætlar að reyna að ná barninu af þeim þótt hann segist vera með þeim en þeir fara langa leið því Diego vill ekki að þeir nái að koma strax með ungbarnið því sverðkettirnir ætla að ná barninu og loðfílnum en einhvernvegninn þegar sverðkettirnir koma standa þeir saman og ætla ekki að láta taka barnið en pabbi barnsins fann hálsmen frá barninu og byrjar að leita og barnið kemst aftur heim til pabba síns en móðir hans hafði dáið fyrr í myndinni og loðfíllinn og letidýrið bjargað barninu en svona er þetta ekki lengra í stuttu máli en þessi mynd er gamanmynd og sérstaklega með þessum íkorna sem reynir allt til að ná hnetunni sinni. En þetta verður ekki lengra en takið hana á video þessi mynd er bara algjört æði, góðar sögupersónur, gott handrit, hugljúf, maður getur verið hlæjandi en allt þetta er í þessari frábæru mynd og mæli ég með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn