Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég verð nú bara að segja vá! Þessi mynd er frábær, Suzuka Ohgo leikur þetta frábærlega vel og líka það að hún er gullfalleg Geisha. Myndin er kannski ekki fyrir alla, hún er frekar hæg og gerist ekkert voðalega mikið. En Myndin er frekar lengi að byrja, og mikið sýnt úr barnæsku hennar. En ég fýlaði það í potn.
Ég var svolítið smeik við að sjá hana, ég meina Kínverskir leikarar sem leika japana og tala ensku en tók ég eiginlega ekkert eftir því. Það var gaman að fylgjast með hvernig hugsunar hátturinn var á þessum tíma og lærði ég mjög mikið um Geishur.
En gef ég þessari mynd 4 stjörnur því hreinlega er þetta meistara verk og frábærlega leikið og vel klippt og lýsingin er fullkomin. Endilega drífa sig að sjá hana fyrir óskarinn.
Hvílíkt útlit!
Ef að þetta væri einungis spurning um fegurð þá efast ég ekki um að Memoirs of a Geisha fengi hjá mér fullt hús stiga. Þessi mynd er með þeim fallegri sem að ég hef séð í ágætan tíma, og það tíðkast sjaldnar nú til dags að maður geti fullyrt slíkt um útlit án þess að tölvuhönnun komi flestöllu við.
Rob Marshall er alls enginn byrjandi, og maðurinn kann sitt fag svo sannarlega þegar að kemur að sjónarspili (eins og sást á Chicago). Ég get að vísu ekki sagt að dýptin og tilfinningalega stigið komist alveg upp á sama skala, en það er sama og aukaatriði sem byrjar ekki að hafa áhrif fyrr en í seinni hluta.
Mér skilst að Spielberg hafi sjálfur ætlað að leikstýra myndinni, og kemst ég ekki hjá því að ímynda mér hversu betur heppnaðri hans afrakstur hefði getað orðið. Því, svipað og með Chicago, þá er ákveðin dramakraftur sem vantar í mörg augnablik og persónudeilurnar (þótt að sú mynd sé töluvert léttari til áhorfs, þá átti ég erfitt með að halda eitthvað upp á persónurnar – sem er galli sem hefur nokkurn veginn sama grunn) sem Marshall nær ekki að framkvæma fyllilega.
Myndin er annars vel borin uppi af leikurunum. Zhang Ziyi er langt komin yfir það stig í mínum huga að vera bara eitthvað 'sætt andlit,' því hún hefur sýnt það lengi að það búa miklir hæfileikar í henni, og hún ber myndina stórkostlega. Michelle Yeoh kemur sömuleiðis glæsilega út og stendur sig vel við hlið hennar (ætti varla að koma á óvart, þær léku saman í Crouching Tiger, Hidden Dragon). Ken Watanabe er ég einnig mikið farinn að halda upp á, og þótt að hlutverk hans hér bjóði ekki upp á miklar kröfur, þá er hann álíka traustur og þau í forgrunni.
Ég geri ráð fyrir að ég sé búinn að taka það fram mjög skýrt hvernig umgjörð myndarinnar er, en listræna hönnunin þykir mér persónulega vera til fyrirmyndar og verð ég illa svekktur ef litið verður framhjá henni þegar að næsta Óskari kemur. Tónlist John Williams er líka mjög góð. Burtséð frá Battle of the Heroes-skorinu sem hann samdi fyrir Revenge of the Sith þá mundi ég segja að þetta væri einhver fallegasta tónlist sem hann hefur gert í mörg ár.
Fyrir fegurð sína gef ég Memoirs of a Geisha einhverja bestu lýsingu sem ég get fundið. Sagan er líka góð, en hún ásamt frekar mislukkaðri dramatík dregst örlítið aftur úr frá öllu hinu.
6/10
Ef að þetta væri einungis spurning um fegurð þá efast ég ekki um að Memoirs of a Geisha fengi hjá mér fullt hús stiga. Þessi mynd er með þeim fallegri sem að ég hef séð í ágætan tíma, og það tíðkast sjaldnar nú til dags að maður geti fullyrt slíkt um útlit án þess að tölvuhönnun komi flestöllu við.
Rob Marshall er alls enginn byrjandi, og maðurinn kann sitt fag svo sannarlega þegar að kemur að sjónarspili (eins og sást á Chicago). Ég get að vísu ekki sagt að dýptin og tilfinningalega stigið komist alveg upp á sama skala, en það er sama og aukaatriði sem byrjar ekki að hafa áhrif fyrr en í seinni hluta.
Mér skilst að Spielberg hafi sjálfur ætlað að leikstýra myndinni, og kemst ég ekki hjá því að ímynda mér hversu betur heppnaðri hans afrakstur hefði getað orðið. Því, svipað og með Chicago, þá er ákveðin dramakraftur sem vantar í mörg augnablik og persónudeilurnar (þótt að sú mynd sé töluvert léttari til áhorfs, þá átti ég erfitt með að halda eitthvað upp á persónurnar – sem er galli sem hefur nokkurn veginn sama grunn) sem Marshall nær ekki að framkvæma fyllilega.
Myndin er annars vel borin uppi af leikurunum. Zhang Ziyi er langt komin yfir það stig í mínum huga að vera bara eitthvað 'sætt andlit,' því hún hefur sýnt það lengi að það búa miklir hæfileikar í henni, og hún ber myndina stórkostlega. Michelle Yeoh kemur sömuleiðis glæsilega út og stendur sig vel við hlið hennar (ætti varla að koma á óvart, þær léku saman í Crouching Tiger, Hidden Dragon). Ken Watanabe er ég einnig mikið farinn að halda upp á, og þótt að hlutverk hans hér bjóði ekki upp á miklar kröfur, þá er hann álíka traustur og þau í forgrunni.
Ég geri ráð fyrir að ég sé búinn að taka það fram mjög skýrt hvernig umgjörð myndarinnar er, en listræna hönnunin þykir mér persónulega vera til fyrirmyndar og verð ég illa svekktur ef litið verður framhjá henni þegar að næsta Óskari kemur. Tónlist John Williams er líka mjög góð. Burtséð frá Battle of the Heroes-skorinu sem hann samdi fyrir Revenge of the Sith þá mundi ég segja að þetta væri einhver fallegasta tónlist sem hann hefur gert í mörg ár.
Fyrir fegurð sína gef ég Memoirs of a Geisha einhverja bestu lýsingu sem ég get fundið. Sagan er líka góð, en hún ásamt frekar mislukkaðri dramatík dregst örlítið aftur úr frá öllu hinu.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
20. janúar 2006