Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Into the Woods 2014

Frumsýnd: 27. febrúar 2015

Be Careful what you Wish for.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Myndin er nútíma útfærsla á ævintýrum Grimms bræðra í söngleikjaformi þar sem blandað er saman sögunum um Öskubusku, Rauðhettu, Jóa og baunagrasið, og Garðabrúðu, í eina nýja sögu þar sem við sögu koma bakari og eiginkona hans, og ósk þeirra um að stofna fjölskyldu, og samskipti þeirra við norn sem er búin að leggja á þau álög. Bakarahjón... Lesa meira

Myndin er nútíma útfærsla á ævintýrum Grimms bræðra í söngleikjaformi þar sem blandað er saman sögunum um Öskubusku, Rauðhettu, Jóa og baunagrasið, og Garðabrúðu, í eina nýja sögu þar sem við sögu koma bakari og eiginkona hans, og ósk þeirra um að stofna fjölskyldu, og samskipti þeirra við norn sem er búin að leggja á þau álög. Bakarahjón sem óska þess heitast að eignast barn fá óvænta heimsókn nornar sem segist munu uppfylla ósk þeirra nái þau að safna saman fjórum hlutum sem nornin þarf til að búa til galdraseyði. Fyrir utan bakarahjónin sem leita þeirra fjögurra hluta sem nornin vill fá fyrir að aflétta af þeim barnsleysisálögunum eru persónurnar í sögunni sóttar í nokkur af hinum þekktu Grimms-ævintýrum. Fara þar fremst í flokki Rauðhetta, amman og úlfurinn, Öskubuska, stjúpmóðir hennar, stjúpsystur og prinsinn, Jói og móðir hans úr sögunni um baunagrasið og hin síðhærða Gullbrá og hennar prins. Allar eiga þessar persónur sér einhverjar óskir, en ólíkt ævintýrunum er ekkert víst að óskirnar rætist eins og vonir þeirra stóðu til, eða þá að þær rætist á allt annan hátt en nokkurt þeirra hefði getað séð fyrir ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn