Náðu í appið
The Fifth Element

The Fifth Element (1997)

Le cinquième élément

"Time is not important, only life is important"

2 klst 6 mín1997

The Fifth Element er framtíðarmynd sem gerist árið 2263.

Rotten Tomatoes71%
Metacritic52
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

The Fifth Element er framtíðarmynd sem gerist árið 2263. Hún segir frá aðstæðum sem koma upp þegar staða himintunglanna hefur opnað hlið hins illa og hið illa stefnir á jörðina til að tortíma henni, breyta ljósi í myrkur og lífi í dauða að eilífu. Eina von jarðarinnar er fólgin í fimmta frumefninu sem er hin fullkomna vera, nefnd Leeloo. Hún ein getur stöðvað hið illa með því að sameinast frumefnunum fjórum og sent þannig hið magnaða sköpunarljós gegn hinu illa. Frumefnin fjögur eru varðveitt í fjórum steinum sem nauðsynlegir eru fyrir sköpunarljósið en margir eru á höttunum eftir þeim. Fimmta frumefnið og útsendari ríkisstjórnarinnar, Korben vilja ná steinunum til að bjarga heiminum, en hefnigjarnar geimverur og illmennið Zorg sem er handbendi hins illa á jörðu reyna að komast yfir steinana vegna mikilvægis þeirra. Uppgjörið á sér stað á plánetunni Paradís.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

GaumontFR

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóðbrellur. Vann Bafta verðlaun fyrir tæknibrellur. Vann Cesar verðlaun fyrir kvikmyndatöku, leikstjórn og framleiðslu.

Gagnrýni notenda (11)

The Fifth Element er meiriháttar mynd. Hún er virkilega flott gerð, mjög spennandi allan tímann, útlit hennar er mjög flott og framtíðarlegt. Leikstjórn Luc Besson mjög góð, svo er handri...

★★☆☆☆

Alveg með ólíkindum hvað fólk er jákvætt út í þessa mynd. Persónulega fannst mér hún vægast sagt mjög léleg. Hinir mistæku leikarar Gary Oldman og Bruce Willis koma þó með þokkale...

Afskaplega fyndin mynd, þá meina ég að hún gerir grín að sjálfum sér. Allar bardagasenurnar eru of-gerðar þannig að allt það óhugsandi gerist eins og það hefur gerst á hverjum degi....

★★★★★

Þessi mynd hefur allt sem góð mynd þarf að hafa, sem sagt: góða leikara, góðann söguþráð, blöndu af spennu, gaman og drama, en síðast en ekki síst tónlist, sem gefur myndinni sinn ei...

Þessi mynd er frábær. Hún fjallar um árás á jörðina í framtíðinni. Spenna hasar og góður endir. Þetta er ein af bestu myndum sem ég hef séð. Hún höfðar einmitt til þeirra sem...

Ein af mínum uppáhalds.. litadýrð og frumlegheit, ótrúlega skemmtileg í alla staði og leikararnir hafa greinilega mjöööög gaman af þessu öllu saman. Þessa mynd er hægt að sjá aftur o...

Bruce Willis, Gary Oldman, Milla Jovoich og Chris Tucker er öll mjög góð í þessari mynd um fimmta frumefnið sem á að bjarga jörðinni í framtíðinni og Bruce Willis á að gæta þess. Gó...

Vil byrja á að minnast á að byrjunarsenan, sem gerist á árum fyrra stríðs, er ein sú stílískasta sem undirritaður hefur séð í seinni tíma bíómynd. Eftir það færist myndin 300 ár ...

Flott mynd. Bruce Willis klikkar aldrei í hlutverki töffara. Pottþétt skemmtun. Mæli með þessari.

Hér er á ferð enn ein myndin eftir meistara Luc þar sem hann fær til liðs við sig Eric Serra. Útkoman getur í raun ekki klikkað jafnvel þótt að Hollywoodtröllið Bruce Willis fari með ...

Skemmtileg og spennandi, Luc Besson klikkar ekki og með tónlist eftir Eric Serra.