Aðalleikarar
Eli Roth þekkja líklega flestir á Íslandi enda hefur hann dvalið hér mikið og verið í fjölmiðlum. Fyrsta myndin hans, Cabin Fever, var mjög vel heppnuð og náði strax miklum vinsældum um allan heim á meðal horror aðdáenda. Hann fylgdi henni svo eftir með Hostel. Stór hluti velgengis þeirra myndar var sú að vinur Roth, Quentin Tarantino, gerði mikið í því að plögga myndina. Það þýðir þó ekki að hún hafi ekki staðið undir því. Hostel var mjög fersk og kom á hárréttum tíma þegar horror var við það að staðna. Myndin var það vinsæl að það hlaut að koma framhald.
Hostel 2 er að miklu leiti sama mynd og sú fyrsta og það er hennar helsti galli. Við erum með 3 vini, að þessu sinni kvenkyns. Þær gera sömu mistök og í fyrri myndinni, þ.e. að fara á ákveðið gisiheimili í Slóvakíu og maður veit nákvæmlega hvað mun gerast svo. Það sem gerir myndina skemmtilega hinsvegar er að í þetta skipti fær maður að fylgjast með viðskiptavinum pyntingastarfseminnar frá því að þeir taka að sér verkefnið og að pyntningunum. Sumum finnst Roth sýna of mikið en ég er ekki sammála. Mesta dýptin og besta hlutverkið kemur frá Roger Bart sem flestir þekkja úr Desperate Housewives. Mér fannst sjálfur hryllingurinn á svipuðum nótum og áður. Það voru nokkur frumleg atriði hvað það varðar en óþægilegast var SPOILER...þegar klippt var undan einum með stórum garðklyppum...pulsa og tvö egg..SPOILER BÚINN. Almennt er Hostel 2 góð skemmtun fyrir þá sem fýluðu þá fyrstu, bara ekki búast við sama ferskleika.
Myndin fékk þann vafasama heiður að vera tilnenfnd til tveggja Razzie verðlauna (Worst excuse for a horror movie og Worst prequel or sequel). Hún átti það nú varla skilið.
Findnari og ógeðslegir en númer 1
Það sem mér fannst myndin ganga út á var að vera með svo ógeðsleg atriði að maður fari að hlægja. Ég var alveg að fíla það í botn. Stelpurnar léku þetta alveg hrikalega illa og voru mjög óraunhæfar og ég vildi ekki sjá neitt meira en þær drepnar. Fyrrihelmingurinn byggði hana nokkurnvegin upp eins og formúlumynd en svo var það allt rifið í tætlur í lokinn og endirinn kom mér alveg að óvart. Mynd með mjög mikið skemmtanagildi.
Það sem mér fannst myndin ganga út á var að vera með svo ógeðsleg atriði að maður fari að hlægja. Ég var alveg að fíla það í botn. Stelpurnar léku þetta alveg hrikalega illa og voru mjög óraunhæfar og ég vildi ekki sjá neitt meira en þær drepnar. Fyrrihelmingurinn byggði hana nokkurnvegin upp eins og formúlumynd en svo var það allt rifið í tætlur í lokinn og endirinn kom mér alveg að óvart. Mynd með mjög mikið skemmtanagildi.
Sama mynd og nr. 1 - bara með stelpum
Mér persónulega finnst Eli Roth vera gríðarlega ofmetinn kvikmyndagerðarmaður og jafnvel hvernig hann hæpar sjálfan sig upp er alveg merkilega pirrandi. Hann talaði um fyrstu Hostel-myndina eins og hún væri bylting í hryllingsmyndageiranum (Cabin Fever reyndar líka, sem undirrituðum fannst hundleiðinleg) og hafði jafnvel ennþá betri hluti að segja um framhaldið. Ég held bara að maðurinn sé búinn að eyða alltof miklum tíma með Quentin Tarantino, sem - þrátt fyrir snilligáfu - elskar sjálfan sig aðeins of mikið.
Allavega, þá fannst mér fyrri Hostel-myndin vera nett ábótavant. Hugmyndin á bakvið hana var að vísu ótrúlega geðsjúk og áhugaverð í senn, og myndin hafði nokkrar vel útfærðar senur sem að gengu út á subbugang. Það gekk annars ekki mikið lengra en það, en einhverra hluta vegna kviknaði hjá mér áhugi fyrir framhaldinu. Ég bjóst líklega við því að Roth væri búinn að sannfæra sjálfan sig nógu mikið um það hversu góður hann er að myndin væri alls ekki neitt slæm í sjálfu sér. Þar að auki vonaðist ég eftir að sjá aðeins meira unnið úr þessari grunnhugmynd sem að myndin er byggð á.
Hostel: Part II hafði reyndar mikla möguleika á því að vera margfalt betri en forveri sinn, og langtum subbulegri. Hins vegar fellur myndin í nákvæmlega sömu gryfju og fyrsta myndin, og eftir stendur enn ein ábótavant hrollvekjan sem skilur mann eftir nokkuð vonsvikinn, nema e.t.v. meira í þetta sinn. Persónur myndarinnar eru hundleiðinlegar og grautþunnar, sögusviðið er orðið óspennandi og svo tala ég ekki um hversu andskoti langan tíma það tekur að byggja upp þennan lokahnykk, sem stenst svo engan veginn væntingar.
Eftir þessa mynd gat ég ekki annað en muldrað upphátt ''Var þetta allt og sumt?!'' Álit mitt á Roth fór snarlækkandi. Hostel: Part II nær hvorki að sjokkera nóg né koma eitthvað á óvart (í alvöru talað, hver var ekki löngu búinn að fatta "fléttuna" í lokin??). Hún er ekkert betri en flestar hrollvekjur sem að rata oftast beint á vídeóleigurnar.
3/10
Mér persónulega finnst Eli Roth vera gríðarlega ofmetinn kvikmyndagerðarmaður og jafnvel hvernig hann hæpar sjálfan sig upp er alveg merkilega pirrandi. Hann talaði um fyrstu Hostel-myndina eins og hún væri bylting í hryllingsmyndageiranum (Cabin Fever reyndar líka, sem undirrituðum fannst hundleiðinleg) og hafði jafnvel ennþá betri hluti að segja um framhaldið. Ég held bara að maðurinn sé búinn að eyða alltof miklum tíma með Quentin Tarantino, sem - þrátt fyrir snilligáfu - elskar sjálfan sig aðeins of mikið.
Allavega, þá fannst mér fyrri Hostel-myndin vera nett ábótavant. Hugmyndin á bakvið hana var að vísu ótrúlega geðsjúk og áhugaverð í senn, og myndin hafði nokkrar vel útfærðar senur sem að gengu út á subbugang. Það gekk annars ekki mikið lengra en það, en einhverra hluta vegna kviknaði hjá mér áhugi fyrir framhaldinu. Ég bjóst líklega við því að Roth væri búinn að sannfæra sjálfan sig nógu mikið um það hversu góður hann er að myndin væri alls ekki neitt slæm í sjálfu sér. Þar að auki vonaðist ég eftir að sjá aðeins meira unnið úr þessari grunnhugmynd sem að myndin er byggð á.
Hostel: Part II hafði reyndar mikla möguleika á því að vera margfalt betri en forveri sinn, og langtum subbulegri. Hins vegar fellur myndin í nákvæmlega sömu gryfju og fyrsta myndin, og eftir stendur enn ein ábótavant hrollvekjan sem skilur mann eftir nokkuð vonsvikinn, nema e.t.v. meira í þetta sinn. Persónur myndarinnar eru hundleiðinlegar og grautþunnar, sögusviðið er orðið óspennandi og svo tala ég ekki um hversu andskoti langan tíma það tekur að byggja upp þennan lokahnykk, sem stenst svo engan veginn væntingar.
Eftir þessa mynd gat ég ekki annað en muldrað upphátt ''Var þetta allt og sumt?!'' Álit mitt á Roth fór snarlækkandi. Hostel: Part II nær hvorki að sjokkera nóg né koma eitthvað á óvart (í alvöru talað, hver var ekki löngu búinn að fatta "fléttuna" í lokin??). Hún er ekkert betri en flestar hrollvekjur sem að rata oftast beint á vídeóleigurnar.
3/10
Hostel 2 er eins og flest allir vita er leikstýrt af íslandsvininum Eli Roth, og finnst mér kannski að myndin sé svona rosalega vinsæl hér á landi út af því að hann heimsækir landið oft og fékk sína hugmynd af Cabin Fever þegar hann vann hér á sveitabæ og fékk alveg hræðileg útbrot af heiinu því hann var með svo slæmt ofnæmi fyrir því þannig að skinnið á honum flagnaði af.
Ég er reyndar ekki einn af þeim sem fíla myndirnar hans út af því að hann líkar vel við land mitt og þjóð, heldur því ég elska hrillingsmyndir og finnst mér myndir sem hann hefur gert brútal og bara mjög góðar. Capin fever hef mér ávalt fundist besta myndin hans, hefur hann nú bara gert núna 3 myndir í fullri lengt, Cabin Fever hostel og núna Hostel 2.
Hostel fannst mér líka ótrúlega góð, óhugnaleg og fyndin.
Það sem gerði hana óhugnalega er að ég vissi ekki alveg um hvað málið var, og maður var mjög spenntur yfir því hvað var í gangi þarna, óvissan var það sem hræddi mann.. Í þessari mynd Hostel 2 er ekkert svoleiðis, maður veit alveg hvað málið er, myndin er alveg eins uppbiggð og sú fyrri, kinnst karaterum helminginn af myndinni og svo hinn helminginn er hrillingurinn.
Fannst bara eins og ég væri að horfa á sú fyrri aftur nema í staðin fyrir stráka er stelpur. Ég vill ekki hljóma eins og karlremba en mig finnst oftast karlmans karateranir í bíómyndum mun fyndnari en kvennmans, þó svo að kvennmennirnir eru yndisleg og skemmtilegar, þá var ég mjög smeikur yfir því að eingöngu kvennmans fórnalömb myndir virka, en ég held ég hafi haft rangt fyrir mér því þær stóðu sig bara frekar vel í sínum hlutverkum í myndinni.
Fyrri helmingur myndarinnar var að virka mjög vel, mjög skemmtilegur, en svo þegar hléiið var búið bjóst maður við hrillingnum en mér fannst einhvernveginn aldrei neitt almennilegt gerast, og spennan var svona að koma og aðeins upp en svo var myndin bara allt í einu búin, og var ég mjög pirraður þegar cretid kom því mig fannst svo margt eiga eftir að koma, fannst spennan í myndinni algjörlega vanta.
Ég var fyrir vondbrigðum með myndina, því það var hægt að gera svo miklu betur með seinni helming myndarinnar, meðan sá fyrri er mjög góður.
Myndin er ekki næstum eins góð og fyrri myndin. Varð fyrir miklum vonbrigðum. Fyrir hlé lofaði hún góðu, maður fékk að kynnast öllum fórnalömbunum vel en svo klikkaði greinilega eittthvað eftir hlé. Ég var alltaf að bíða eftir einhverju svakalegu eins og í fyrri myndinni en það kom aldrei og svo var myndin alltí einu búin. Fyrri myndin vakti mikil viðbrögð hjá mér og öðrum í bíó og tvisvar sinnum var öskrað af reiði og tvisvar klappað af gleði :0). Ég mæli með því fyrir Hostel aðdáendur að sjá myndina en ekki búast við miklu. Ágæt videómynd heima í stofu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$10.200.000
Tekjur
$35.728.183
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
8. júní 2007