Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Lust, Caution er enn eitt meistaraverkið frá Ang Lee. Þetta er margverðlaunuð njósnamynd sem gerist í Shanghai á tíma seinni heimstyrjaldarinnar. Ég ætla ekki út í plottið en hún er ótrúlega vel gerð. Hún byggir mikið að togstreitu og tilfinningum og nær dýpt sem er ekki algengt að sjá. Tony Leung Chiu Wai fer á kostum sem illmennið og aðrir eru mjög góðir líka. Myndin er í lengra lagi (2,5 klst) en hún er vel þess virði. Leitið hana uppi!
Ang Lee tekst ætlunarverk sitt
Myndin gerist á tímum stríðsins og fjallar á raunsæan hátt um líf uppreisnarsinna sem reyna að gera sitt til að koma sínum kröfum um frelsi á framfæri. Ang Lee nær að byggja upp ótrúlega menningu og umhverfi sem nær algerlega að koma sér til áhorfandans, það mætti segja að maður hafi verið í menningarlegu sjokki í 157 mínútur. Leikarar standa sig frábærlega og sérstaklega aðalleikkonan, enda skoðaði Ang Lee 10.000 leikkonur áður en hann valdi hana. Frekar svæsin kynlífsatriði eru í myndinni, en spennan sem nær að byggjast upp áður en þau koma fram er gríðarleg. Ang Lee nær hér að búa til flotta fléttu sem vantar þó aðeins lokahnútinn á, en fær þó fullt hús frá undirrituðum.
Myndin gerist á tímum stríðsins og fjallar á raunsæan hátt um líf uppreisnarsinna sem reyna að gera sitt til að koma sínum kröfum um frelsi á framfæri. Ang Lee nær að byggja upp ótrúlega menningu og umhverfi sem nær algerlega að koma sér til áhorfandans, það mætti segja að maður hafi verið í menningarlegu sjokki í 157 mínútur. Leikarar standa sig frábærlega og sérstaklega aðalleikkonan, enda skoðaði Ang Lee 10.000 leikkonur áður en hann valdi hana. Frekar svæsin kynlífsatriði eru í myndinni, en spennan sem nær að byggjast upp áður en þau koma fram er gríðarleg. Ang Lee nær hér að búa til flotta fléttu sem vantar þó aðeins lokahnútinn á, en fær þó fullt hús frá undirrituðum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Focus Features
Vefsíða:
Aldur USA:
NC-17
Frumsýnd á Íslandi:
11. janúar 2008