Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég verð að segja einsog og er að mér fannst þessi mynd bara vera hundleiðinleg! Það var þunnur söguþráður í henni sem mátti frekar segja á tíu mínútum heldur en tveimur tímum,það má eiginlega segja að hún hefði verið kjörinn fyrir að vera stuttmynd í staðinn fyrir heila bíómynd!
En tvennt má þessi mynd eiga, og það er að hún er mjög vel tekinn og mjög vel leikinn, sem var eina ástæða fyrir því að ég slökkti ekki á myndinni, þannig að hún á skilið að fá þrjár stjörnur frá mér.
Þessi mynd er í raun og veru bara ástarsaga milli tveggja karlmanna og hvernig þeir spila úr henni, þarf ekki að segja meir.
Hún er gefin fyrir drama þessi dama, sagði Megas einhverntíman, en það er ég ekki.
Ég fór á þessa mynd, sama kvöld og óskarsverðlaunin voru, svo ég gæti hort á óskarinn með einhverjum gagnrýnisaugum.
Og það verð ég að segja að þessi mynd er hundleiðinleg.
Langdregið drama væl sem hefði verið hægt að stytta niður í 25 min og samt hefði hún verði langdregin.
Ég hef verið að skoða nokkra kvikmyndasíður þar sem að notendur geta sagt sína skoðun á myndum, eins og www.kvikmyndir.is og www.imdb.com og þar eru langflestir sem gefa þessari mynd 3,5 - 4 stjörnur.
Ég held að flestir sem eru að skrifa á svona síður geti einfaldlega ekki komið með sitt eigið mat á svona myndir, heldur verði að apa upp eftir öðrum því annars gæti það litið út eins og þeir hefðu ekki hundsvit á kvikmyndum.
En svona fyrir ykkur sem eruð að hugsa um að fara á þessa mynd í bíó, eða að taka hana á leigu, sleppið því og horfið frekar í Bambi 2 eða bara eitthvað annað.
Hangið frekar inná klósetti, því þar er meira stuð.
Þessi mynd er stórkostleg. Ang Lee kemur með virkilega góða mynd sem á alveg skilið að fá Óskarsverðlaunin nú í ár. Lee er algjör snillingur í að segja sem best frá sögunum í myndum sínum, og ekkert er hann verri hér. Býr til alveg einstaklega góða og átakanlega ástarsögu milli tveggja manna. Og svo kemur hann einnig með mikla dýpt fyrir báðar aðalpersónurnar í myndinni. Kostir: Hún hefur mjög góða sögu að segja, flotta kántrí tónlist, mjög góða kvikmyndatöku, landslag sem er unun að horfa á skjánum, góð leikstjórn hjá Ang Lee, handrit sem er virkilega vel skrifað og síðast en ekki síst, meiriháttar frammistöður hjá helstu leikurum. Heath Ledger og Jake Gyllenhal eru báðir stórkostlegir í hlutverkum þeirra Ennis Del Mar og Jack Twist og fá þeir loksins að sýna sitt rétta andlit og gera það með glæsibrag. Það kæmi mér ekki á óvart ef annar þeirra fengi Óskar fyrir frammistöðu sína í þessari mynd, eða jafnvel báðir. Stórkostlegt meistaraverk frá Ang Lee sem ég mæli eindregið með að fólk sjái sem fyrst. Besta mynd hans til þessa með Crouching Tiger, Hidden Dragon.
Tónlistin, myndatakan, leikurinn er það sem er snilld við þessa mynd. Það er ekki mikið að gerast í þessarri mynd, en hún á einhvern hátt nær til manns hvað varðar tilfinngalega vitund. Þú lifir þig inn í myndina og það skiptir engu máli hvort þú sért samkynhneigður eða ekki. Allar senur eru langar en það gerir myndin enn betri, hún smýgur inn í mann og verður maður ein hugsun eftir allar senur. Skiptir engu máli hverjar væntingarnar eru fyrir myndina eða skapið hjá manni. Hún nær til manns pottþétt. Þessi mynd fjallar ekkert um kynlíf, eins og svo mikið er dregið fram þegar samkynhneigð er annars vegar. Þessi mynd fjallar um ást tveggja manneskja og hvernig þeir reyna að lifa sínu hefðbundna lífi í sundur en er jafnframt að eyðileggja þá að innan. Þessi mynd fær 5 stjörnur.
Brokeback Mountain er byggð á smásögu eftir rithöfundinn E. Annie Proulx sem einnig skrifaði Skipafréttir eða Shipping News.
Brokeback Mountain fjallar um tvo kúreka sem byrja í sumarvinnu á Brokeback fjalli en þar verða þeir ástfangnir af hvor öðrum. Myndinn gerist yfir 20 ár og er um þessa tvo menn og samband þeirra. Tveir kúrekar sem geta ekki komið út úr skápnum, Jack sem er opnari um það en er enn mjög niðurbældur sem einstaklingur. Svo er Það Ennis sem er innilokaður í sínum eigin tilfiningum og getur ekki hægt að hugsa um það sem faðir hans sýndi honum þegar hann var yngri.
Þessi mynd er stórkostleg, myndatakan er frábær sérstaklega þegar það kemur að landslögum. Einnig er myndin mjög trú bókinni enda er þetta smásaga sem er aðeins eitthvað um 50 bls. og því ekki mikið sem hægt er að sleppa. En hún var allavega mjög vel skrifuð að mínu mati.
Heath Ledger stóð sig mjög vel sem Ennsi Del Mar, maður innilokaður í sínum eigin tilfiningum, og verð ég að segja að með þessu hlutverki var Heath Ledger að sanna sig sem góðan leikara. Jake Gyllenhal verður líka að fá sitt hrós þar sem hann stóð sig einnig mjög vel en hann var löngu búin að sanna sig sem góðan leikara (Donnie Darko). Michelle Williams og Anna Hathaway stóðu sig einnig mjög vel í hlutverkum sínum sem eiginkonur þessara samkynhneigðu kúreka og verð ég að segja hér að mér hafi fundist Michelle aðeins betri þótt að Anna hafi alls ekki verið að standa sig illa.
Ang Lee kemur hér með mjög sterka mynd sem maður hugsar um eftir að hafa gengið út úr kvikmynda húsinu. Hann á skilið allt það hrós sem þessi mynd er að fá.
Ég verð að skjóta hér inn að lokum að þessar nokkru mínútur sem Anna Faris (Scary Movie, The hot chick) var á skjánum voru nokkuð magnaðar og verð ég að hrósa henni fyrir þessar fáu mínútur.
Þetta er án efa ein af betri myndum sem ég hef séð.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Focus Features
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
13. janúar 2006