Náðu í appið
Brokeback Mountain

Brokeback Mountain (2005)

"Love Is A Force Of Nature"

2 klst 14 mín2005

Tveir ólíkir kúrekar kynnast sumarið 1963 á Brokeback-fjalli, og hefja þar leynilegt ástarsamband sem á eftir að endast í fjöldamörg ár í skugga fjölskyldna þeirra.

Rotten Tomatoes88%
Metacritic87
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Tveir ólíkir kúrekar kynnast sumarið 1963 á Brokeback-fjalli, og hefja þar leynilegt ástarsamband sem á eftir að endast í fjöldamörg ár í skugga fjölskyldna þeirra. Tveir ungir menn, þeir Ennis Del Mar og Jack Twist, hittast þegar þeir fá vinnu sem fjárhirðar á Brokeback fjalli. Þeir eru ókunnugir í fyrstu, en verða svo vinir. Í gegnum vikurnar þá verða þeir nánari eftir því sem þeir kynnast betur. Kvöld eitt, eftir mikla drykkju, þá finna þeir nánari tengsl. Ástarsamband þeirra blómstrar út þetta sumar. Þeir eiga samt erfitt með að vinna úr þessum tilfinningum sínum, og leiðir skilja í lok sumars. Fjögur ár líða, og þeir stofna báðir fjölskyldu. Ennis í Wyoming með eiginkonu og tveimur dætrum, og Jack í Texas með eiginkonu og syni. Þeir þrá samt hvorn annan, og þegar þeir hittast á ný þá komast þeir að því að þeir þarfnast hvors annars, en vita ekki hvað skal gera. Þeir byrja því að fara í veiðiferðir saman til að geta eitt tíma saman. Sambandið heldur áfram í mörg ár þar til harmleikur á sér stað.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Focus FeaturesUS
River Road EntertainmentUS
Alberta Film EntertainmentCA

Verðlaun

🏆

Vann þrenn Óskarsverðlaun: Ang Lee fyrir leikstjórn, Larry McMurtry og Diana Ossana fyrir handrit byggt á áður útgefnu efni, og Gustavo Santaolalla fyrir tónlist. Tilnefnd til 5 Óskara í viðbót, þar á meðal sem besta mynd.

Gagnrýni notenda (9)

Ég verð að segja einsog og er að mér fannst þessi mynd bara vera hundleiðinleg! Það var þunnur söguþráður í henni sem mátti frekar segja á tíu mínútum heldur en tveimur tímum,þa...

Hún er gefin fyrir drama þessi dama, sagði Megas einhverntíman, en það er ég ekki. Ég fór á þessa mynd, sama kvöld og óskarsverðlaunin voru, svo ég gæti hort á óskarinn með einhver...

Þessi mynd er stórkostleg. Ang Lee kemur með virkilega góða mynd sem á alveg skilið að fá Óskarsverðlaunin nú í ár. Lee er algjör snillingur í að segja sem best frá sögunum í myndu...

Tónlistin, myndatakan, leikurinn er það sem er snilld við þessa mynd. Það er ekki mikið að gerast í þessarri mynd, en hún á einhvern hátt nær til manns hvað varðar tilfinngalega vitun...

★★★★★

Brokeback Mountain er byggð á smásögu eftir rithöfundinn E. Annie Proulx sem einnig skrifaði Skipafréttir eða Shipping News. Brokeback Mountain fjallar um tvo kúreka sem byrja í sumarvinn...

★★★★★

Þetta er mynd sem ég er búinn að bíða lengi eftir og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Heath Ledger og Jake Gyllenhaal far á kostum í þessari mynd. Þeim tekst að leika á mjög sannfærandi...

★★★★★

Ég verð nú að segja að þetta er ein besta mynd sem ég hef séð:) hún er rosalega flott, falleg fyrir augað og svo er sagan svo æðisleg:) Leikararnir eru snilld og tónlistin er æðisleg, ...

★★★★★

Það verður að segjast að persónulega finnst mér mjög erfitt að dæma Brokeback Mountain, ekki því að myndin er slæm, heldur því hún er svo sérstök. Árið er 1963 og Ennis Del Mar (...