Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ágætis mynd þar sem Tom Cruise er að slíta barnsskónum í kvikmyndaleik og stendur sig ansi vel að vanda. Þetta er náttúrulega bara ''venjuleg'' orustumynd þar sem að farið er aðeins meira í léttu nóturnar og flugmönnunum eru gerð meiri skil. Dramatíkin er ekki of mikil en það er stutt í hana á köflum og bregða menn þá á það ráð að hoppa upp í vélarnar og metast hver framan við annan í vel gerðum flugatriðum. Söguþráðurinn er ekki flókinn, þar sem að myndin gerist í flugskóla þar sem að þeir bestu eru sigtaðir frá, og er það bara hið besta mál. Menn eru ekki að flækja söguna um of með einhverju striðsívafi, en það eina sem þeir gera er að skjóta þeir nokkrum MIG-þotum fram á sjónarsviðið og dúndra þær í tætlur, annað er það ekki hvað viðkemur bardögum í myndinni.(sem er nokkuð gott) Restin af tíma flugnemana er að læra herkænsku og að forðast að koma sér í vandræði. Anthony Edwards er ágætur og vont að sjá á eftir hans karakter á meðan persóna Val Kilmer er ekki alveg að meika það. Kelly McGillis er allt í lagi þó að hún sé ekki að gera nein kraftaverk. Vel frekar að horfa á Cocktail fram yfir þessa (þar sem að ég hélt á sínum tíma að hún væri sjálfstætt framhald af þessari, haha.)
Top Gun er eina kvikmyndinn er varðar orrustuvélar og umfangið í kringum þær á einhvern vitsmunlegan hátt. Það er skylda að sjá þessa mynd fyrir áhugamenn herflugvéla. Myndin getur átt það til að vera ferkar klisjukend á köflum og ef maður tekur vel eftir þá getur maður séð vissa galla í sumum atriðum. Hinsvegar er góð blanda af spennu, hátækni og hraða mixað við smá drama hér og þar. Þess má geta að flest flugatriðin í myndinni voru tekinn sérstaklega fyrir myndinna í staðinn fyrir að nota einhverjar úrklippur hér og þar. Þessi mynd er eina herþotumyndin frá 1986 til nútímans sem eitthvað er varið í, með það í huga að þá er þetta besta slíka mynd sem til er!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$15.000.000
Tekjur
$356.830.601
Vefsíða:
www.warnerbroscanada.com/movies/spec_index.asp?m_id=742
Aldur USA:
PG