Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hellboy II: The Golden Army 2008

(Hellboy 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. júlí 2008

"Saving the world is a hell of a job"

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Andhetjan góðhjartaða Hellboy snýr aftur í þessari framhaldsmynd. Núna þarf hann, ásamt teyminu sínu, að bjarga heiminum undan heilum her af yfirnáttúrulegum skepnum.

Aðalleikarar

Stór framför frá fyrri myndinni
Fyrri Hellboy myndin var meingölluð, bæði var það augljóst að myndin fékk ekki eins mikið budget og hún þurfti heldur var þetta meira tilraun til að casha inn á nýju teiknimyndasögu/ofurhetju bylgjuna sem var byrjuð þá, og er að rísa sem hæst þessa dagana.

Plottið var ekkert sérstaklega sterkt og myndin fékk ekki að njóta sín.

Í framhaldinu hinsvegar fær Guillermo Del Toro greinilega meiri peninga, og meira frelsi til að gera það sem honum sýnist og útkoman er vægast sagt góð.

Í The Golden Army er kynntur til sögunnar vondikall sem að maður bæði hatar en um leið skilur og finnur til með. Maður fær að vita meira um söguheiminn og söguhetjurnar. Og það er miklu meira tempó í myndinni, Del Toro tekur sig ekki jafn alvarlega og hann gerði í fyrri myndinni og hér er dansað fínt á milli húmors og spennu, aldrei of mikið í hvora átt.

Útkoman er fínasta teiknimyndasöguræma sem tekur forvera sínum fram í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Öðruvísi myndasögumynd
Ég man ekkert eftir fyrstu myndinni en að mínu mati var þetta mjög skemmtileg mynd. Brellurnar voru stundum over the top en alltaf mjög töff. Aðalega var það persónurnar sem gerðu myndina öðruvísi en til dæmis Iron Man eða Batman. Þær voru kærustuparavandamál, drykkjuvandamál og alskonar í þeim dúr. Ég væri alveg til í númer þrjú.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var alls ekki hrifinn af fyrri Hellboy myndinni og fór á þessa með væntingar í lágmarki. Hún reyndist vera ekkert skárri, bara sama þreytandi þvælan. Handritið er handónýtt og leikurinn frekar slæmur, ekki hörmulegur þó. Ron Perlman er einfaldlega ekki góður sem Hellboy, hann gerir karakterinn formúlukenndan og tilgerðarlegan, karakter sem í upphafi átti góða möguleika á að vera áhugaverður. Það er bara ekki að gera sig að setja Perlman í þetta hlutverk. Söguþráðurinn í Hellboy 2 er reyndar ekki sem verstur en því öllu er spillt með ófyndnum húmor og illa skrifuðum samræðum. Sum atriðin eru fín en það nær ekki að rífa myndina neitt mjög hátt upp. Drasl. Ein stjarna eða 3/10 í einkunn.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Helvíti skemmtileg!
Ég man það vel að fyrri Hellboy-myndin virkaði á mig sem ein óvæntasta stórmynd (þannig séð) ársins 2004. Guillermo del Toro var augljóslega mikill aðdáandi myndasagnanna og tókst honum vel að gera þeim réttlæti með að hafa bíómyndina stílíska, fyndna og meira en svolítið yfirdrifna, sem er akkúrat eins og bækurnar voru...

Sú mynd var þó ekki vitund fullkomin. Myndin þjáðist hér og þar og kom það síðar í ljós að leikstjórinn hafi ekki fengið að njóta sín til fulls, og voru framleiðendur Sony eitthvað mikið að hemla á sköpunargleði hans (og ef þið þekkið del Toro, þá sjáið þið að hún er MIKIL!). Að lokum "dömpaði" Sony sénsinum á framhaldi og tók þar af leiðandi Universal við. Hjúkk!

Ég hendi mér strax út í það að segja að Hellboy II hafi verið alveg fáránlega góð skemmtun. Myndin er líka súrari, brjálæðari og talsvert meira over-the-top heldur en sú fyrsta. Maður sér það að del Toro hafi fengið að leika sér meira að þessari, því myndin inniheldur svo gríðarlega mikið hugmyndarflug og sköpunargleði. Hvort tveggja einkennir manninn mjög mikið.

Upp að vissu marki er Hellboy II mun meira... hvernig skal orða það?.. "óhefðbundnari" í keyrslu heldur en standard myndasögubíómyndir... Sem er gott, en aftur á móti hefur Hellboy ekkert verið fyrir alla. Það sem að leikstjórinn fær hins vegar að monta sig meira að í þessari umferð er útlitið og almenn hönnun myndarinnar. Listræna stjórnin er til fyrirmyndar og skrímslahönnun virkilega flott. Ég dýrka stílinn og sérstaklega hvað hann nýtur sín vel. Tónlistin er líka betri en í fyrri myndinni (Danny Elfman rúlar! Ekki segja mér annað...) og býr til aðeins öðruvísi andrúmsloft en við sáum þar (Barry Manilow-lagið telst líka með!). Framhaldið þótti mér aðeins léttara og svona teiknimyndalegra, ef svo má kalla það, meðan að sú fyrri virkaði meira dimm og litlaus. Báðir stílarnir virka í sitthvorri myndinni, og það verður forvitnilegt að sjá hvort eitthvað nýtt verði gert með þriðju myndina (sem vonandi lítur dagsins ljós...)

En... Ef ég á aðeins að fara út í neikvæðu partana, þá verð ég að segja að del Toro hafi alvarlega þurft á góðum "handritslækni" (script doctor) að halda. Meðan að útlit og umgjörð er brjáluð, þá eru alvarlegu senurnar frekar stirðar stundum og mjög... plain eitthvað, sem gerir þær hálf klisjukenndar. Del Toro er frábær penni á spænsku, en hann þarf aðeins að bæta sig hérna. Söguþráðurinn er heldur ekkert það spennandi, og það er eiginlega hálf skondið hvað myndin er lengi að keyra hann miðað við hversu þunnur hann er. Það sem að heldur myndinni gangandi allan tímann er allt þetta sjónræna, ásamt persónunum og skemmtilegum húmor. Hasarinn er líka drulluskemmtilegur og mun fjölbreyttari en í nr. 1, en hann gerir svosem ekkert nýtt sem maður hefur ekki séð áður.

Leikararnir smellpassa sem fyrr. Ron Perlman sýnir að hann er eini leikarinn í heimi sem á heima í þessari rullu. Selma Blair er hætt að vera eins niðurdregin og óspennandi og breytist hún í öruggari og meira spennandi karakter. Doug Jones er áfram flottur sem Abe Sapien, og það er gaman að heyra leikarann nota sína eigin rödd (í stað þess að vera döbbaður af David Hyde Pierce... sem var reyndar ekkert slæmur heldur). Seth McFarlane (þið þekkið hann úr Family Guy og American Dad) er ég þó ekki alveg viss um. Hann er óneitanlega hæfileikaríkur, en raddsetning hans á persónunni Johann Krauss er voða einkennileg. Maður veit aldrei hvort skal taka hann alvarlega eða ekki þar sem að Seth er oftast með mjög kómíska og ýkta raddbeitingu á annars heldur stífum og húmorslausum karakter. Aftur á móti þá á hann heiðurinn á allra bestu setningu myndarinnar, sem er nálægt lokin. Gullmoli!

Hellboy II hefur ýmsa kosti fram yfir hina myndina, en almennt er hún ekkert nauðsynlega betri. Fyrri myndin gerði sömuleiðis ýmsa hluti betur sem að þessi misstígur sig á. Án þess að fara út í spoilera verð ég að benda á stóra gloppu í plottinu sem að átti sér stað nær lokin. Ég er s.s. að tala um nokkurs konar úrlausn sem hefði rétt eins getað verið notuð miklu fyrr í sögunni. Þið kannski fattið þegar þið sjáið hana. Ég segi ekki meir...

Ég fékk samt sem áður mjög skemmtilega sumarmynd sem að virkar brjálæðislega vel á augun og gegnir hlutverki sínu sem dúndur afþreying. Mér finnst hálfpartinn frekar leiðinlegt að del Toro skuli skuldbinda næstu 4 árum í The Hobbit. Ég vil frekar sjá hann klára Hellboy-þríleikinn (eins og þetta átti alltaf að vera upphaflega), og þá með stæl.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.09.2016

Perlman byrjaður á Hellboy 3

Enn er líf í Hellboy ofurhetjuseríunni. Nokkur ár eru nú síðan mynd númer tvö, Hellboy II: The Golden Army, var frumsýnd en þriðja myndin hefur látið bíða eftir sér, eða öllu heldur er lítil sem enginn vinna búin a...

09.07.2013

Ólíklegt að Hellboy 3 verði gerð

Guillermo del Toro og Ron Perlman vilja báðir gera Hellboy 3 en leikstjórinn telur ólíklegt að myndin verði að veruleika.   "Það verður allt að ganga fullkomlega upp," sagði del Toro við Collidor.  Þar á ...

01.07.2013

Perlman og del Toro vilja Hellboy III

Kvikmyndaleikarinn Ron Perlman sem leikið hefur titilhlutverkið í tveimur Hellboy myndum, sem gerðar eru eftir samnefndum teiknimyndasögum, vonar að gerð verði mynd númer þrjú: "Alltaf þegar ég hitti Guillermo [ ... del...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn