Náðu í appið
Dark Floors

Dark Floors (2008)

"The Fear Is Here."

1 klst 25 mín2008

Dark Floors er dýrasta hryllingsmynd sem hefur verið framleidd í Finnlandi.

Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Dark Floors er dýrasta hryllingsmynd sem hefur verið framleidd í Finnlandi. Meðlimir hljómsveitarinnar Lordi eru í aðalhlutverkum og Pete Riski leikstýrir, en hann hefur leikstýrt öllum myndböndum Lordi til þessa. Sarah (Skye Bennett) er einhverf. Pabbi hennar telur að meðferðin sem hún fær á spítalanum sé ekki að virka og ákveður að taka hana heim hið snarasta. Heimförin gengur ekki betur en svo að lyftan bilar og þau festast með hópi fólks á milli hæða. Þeim bregður heldur betur í brún þegar þau losna loks úr lyftunni. Það er eins og spítalinn hafi verið tæmdur og hvergi er nokkra hræðu að sjá. Þegar þau rekast á aflima lík hér og þar er nokkuð ljóst að fámennur hópurinn þarf að berjast fyrir því að halda lífi. Skuggaleg skrímsli leggja til atlögu og sumir í hópnum verða fullvissir um að Sarah hafi eitthvað með það að gera.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Pete Riski
Pete RiskiLeikstjóri

Framleiðendur

Solar FilmsFI
Icelandic FilmcompanyIS
Kisi ProductionIS