Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Casino 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

They had it all, they ran the show, and it was paradise...while it lasted.

178 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 73
/100
Golden Globe-Besta leikkona í hlutverki í dramamynd: Sharon Stone. Stone tilnefnd til Óskarsverðlauna einnig.

Sam 'Ace' Rothstein, glæpatengdur spilavítiseigandi í Las Vegas, reynir að halda uppi venjulegum lífsstíl með konunni sinni, Ginger. Nicky Santoro, æskuvinur Ace sem nú er orðinn stór karl í mafíunni, kemur í bæinn með ill áform sem munu trufla líf Ace.

Aðalleikarar


Ég er sammála einni gagngrýni sem ég las á netinu að með Casino sýnist manni Scorsese hafi verið að reyna gera Goodfellas 2. Þær eru alltof líkar. Kvikmyndatakan, klippingin, ofbeldið, persónurnar, sagan um mafíósa sem ná toppinum og falla. Þrátt fyrir það er Goodfellas 2, nei ég meina Casino frábær skemmtun og góð mynd.

Fyrir þá sem vita ekki hver Martin Scorsese er. Þá er hann einn mesti leikstjóri allra tíma. Hann hefur fært okkur frábærar myndir eins og Raging Bull, Taxi Driver, The Last Temptaitions of Christ og þá fyrrnefndu Goodfellas.

Casino er byggð á sannri metsölubók skilst mér eftir Nicolas Pellegi sem skrifaði einnig bókina Wiseguy sem Goodfellas er byggð á.

Myndir fjallar um Sam “Ace” Rothstein (Robert De Niro) sem “the bigshot” í spilavítismálum í Las Vegas. Vinur hans, Nicky Santoro (Joe Pesci) skerst einnig mikið í leikinn og klúðrar mörgu fyrir Sam. Persónan Nicky Santoro er alveg eins og persóna Joe Pescis í Goodfellas. Ofbeldið og “attitude-ið” og einfaldlega persónuleikin eru bara ljósrit úr Goodfellas. Annað stórt hlutverk leikur Sharon Stone og er hún eiginkona “Ace”. Hún er hér í sínu næstbesta hlutverki að mínu mati en það besta er Catherine Tramell í Basic Instinct. Ég ætla ekki að fara lýsa söguþræðinum í smáatriðinum bæði út af því það er óþarfi og erfitt.

Lengd Casino eru þrír klukkutímar og er það hreint ótrúlegt. Því þegar ég horfði á hana fannst mér hún vera rúma tvo klukkutíma. Það sannar að skemmtanagildi hennar er mjög hátt.

Casino er alls ekki slæm kvikmynd. Ég held meira segja ef að Goodfellas væri ekki til væri hún þriggja og hálfs stjarna virði. Fyrir of mikinn skyldleika við Goodfellas verð ég að draga hálfa stjörnu af henni og fær hún þess vegna þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi snilldarmynd Martins Scorsese byggist á bók Nicholas Pileggi og er sönn. Sam Ace Rothstein(sem er snilldarlega leikinn af Robert Deniro) er maður sem að fær tækifæri lífs síns: Hann fær tækifæri til að stjórna risastóru spilavíti í Las Vegas, Tangiers. Þar fær hann aðstoð frá besta vini sínum, hörkutólinu Nicky Santoro(sem er líka snilldarlega leikinn af Joe Pesci) til að hjálpa sér með rekstur spilavítisins. Í spilavítinu kynnist Sam Ginger, draumakonunu sinni. Hann giftist henni og treystir henni fyrir öllum peningunum sínum sem að flestir gerðu ekki. En hún fer alltaf til melludólgsins Lester sem hún hafði verið með og rænir peningum Sams til þess að hann geti aðeins skemmt sér. Svo í myndinni kemst Sam að því að Ginger hafi viljað láta drepa hann og hafi fengið nóg af honum og svo vill hún koma aftur til hans en fer svo aftur frá honum og fer að halda framhjá honum með Nicky. En í lokin klúðra þeir öllum draumum sínum um spilavítið. Þetta er algjört meistaraverk sem að enginn má missa af. Ég hiklaust mæli með að þið takið þessa strax ef þið eruð ekki búin að sjá þessa. Sjáið þá Joe Pesci og Robert Deniro líka saman í snilldarmyndinni Goodfellas.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese hefur fyrir margt löngu öðlast sess sem einn besti og vandvirkasti kvikmyndagerðarmaður sem kvikmyndasagan þekkir vel, enda hafa myndir hans á borð við Taxi Driver, King of Comedy, Goodfellas, Cape Fear, Raging Bull og Mean Streets allar notið mikilla vinsælda og hlotið fjölda Óskarsverðlauna. Casino er nýjasta mynd meistarans og eins og ætíð hefur hann fengið nokkra af bestu leikurum samtímans í aðalhlutverkin, Robert De Niro og Joe Pesci sem fara hér hreint á kostum eins og fyrri daginn "þeir léku einnig aðalhlutverkin í Goodfellas". Sharon Stone, hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir meistaralega túlkun sína á Ginger, og var ennfremur tilnefnd til óskarsverðlaunanna fyrir túlkun sína. Það er óþarfi að endurtaka hér öll þau lofsyrði sem fallið hafa á myndina, leikstjórnina og leikinn, en fullyrða má að hún sé ein af bestu myndum ársins 1995 og ein besta mynd Scorsese fyrr og síðar. Velkomin til Las Vegas árið 1973. Sam "Ace" Rothstein "De Niro" lifir þar lífinu sem leppur fyrir milljarða dala rekstur mafíunnar í spilavítum borgarinnar og hefur gott upp úr krafsinu sér til handa. Samt sem áður eru stjórarnir í mafíunni ekki fyllilega öruggir um fjárfestingar sínar. Það virðist því vera snjall leikur að senda æskuvin Sams, Nicky Santoro "Pesci" til liðs við hann því þeir Sam og Nicky vega hvorn annan upp: Hugvit Sams og valdbeiting Nickys er öflug blanda sem fátt getur staðist. Fátt, segjum við, því þegar kynbomban Ginger McKenna kemur til skjalanna, fer heldur betur að hitna í kolunum ... Þessi grípandi sannsögulega mynd inniheldur enn fremur frábæra tónlist og svimandi innsýn í yfirborðskenndan dýrðarljómann í lífi þeirra manna og kvenna sem leggja hreinlega allt sitt undir - peninga og líf - í einu teningakasti! Þetta er stórkostlegt meistarastykki sem hreint allir verða að sjá. Ég gef "CASINO" þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni. Hún er einstaklega góð afþreying á góðri stund þótt löng sé. Alls ekki missa af henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar ofmetinn gangster-mynd er frekar langdregin og nær ekki að halda nægilegum dampi og áhuga í 3 tíma. Stone leikur reyndar mjög vel og DeNiro er fínn sem fyrri daginn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er í einu orði sagt frábær mynd. Leikur á mjög háu plani og söguþráður sérstaklega áhugaverður. De Niró klikkar náttúrulega aldrei alltaf mjög traustur. Pesci sýnir hér stórleik, þessi dvergur er STÓRLEIKARI. Stone er aldrei þessu vant mjög þolanleg og á hér bara góðan dag. Woods er hérna í öðruvísi hlutverki en oft áður, svona slepjulegur náungi. Þessa mynd verða allir að sjá. Það er skylda....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn