Eftir einkennilegt morð á fyrrverandi rokkstjörnu, er Nick Curran(Michael Douglas) kallaður á morðstaðinn og kemst hann að tvennu: blóðugan íssting og hvítan trefil festan við rúmið. Þ...
Basic Instinct (1992)
"A brutal murder. A brilliant killer. A cop who can't resist the danger."
Fyrrum rokkstjarnan Johnny Boz, er myrtur með hrottafengnum hætti, á meðan hann er í miðjum klíðum að stunda kynlíf.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Fyrrum rokkstjarnan Johnny Boz, er myrtur með hrottafengnum hætti, á meðan hann er í miðjum klíðum að stunda kynlíf. Rannsóknarlögreglumaðurinn Nick Curran fær málið í sínar hendur. Í rannsóknarferlinu þá hittir Curran Catherine Tramell, glæpasagnahöfund sem var kærasta Boz þegar hann lést. Catherine reynist vera eldklár, útsmogin og stjórnsöm kona, og þó að Nick sé meira og minna sannfærður um að Catherine hafi drepið Curran, þá á hann erfitt með að sanna það. Síðar, þegar Nilsen, keppinautur Nicks í lögreglunni, er drepinn, þá grunar Nick að Catherine eigi einhvern hlut að máli. Hann byrjar síðan að leika hættulegan en funheitan leik með Catherine, í þeim tilgangi að negla hana fyrir glæpina, en eftir því sem samband þeirra þróast, þá fjölgar morðunum og misvísandi sannanir neyða Nick til að efast um sekt Catherine.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Verðlaun
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir klippingu og tónlist. Tilnefnd til japönsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta erlenda mynd.
Frægir textar
"Catherine: Killing isn't like smoking. You can quit."
Gagnrýni notenda (3)
Basic Instinct er ein af mínum uppáhalds myndum. Hún er frábærlega vel leikin (þá sérstaklega af Sharon Stone) og plottið í henni er yndislega skemmtilegt og óvænt. Þetta er ein af þessu...
























