Náðu í appið
Mulholland Falls

Mulholland Falls (1996)

"The power of love vs. the love of power"

1 klst 47 mín1996

Myndin fjallar um ævintýri sérsveitar lögreglunnar í Los Angeles á fimmta áratug 20.

Rotten Tomatoes31%
Metacritic51
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

Myndin fjallar um ævintýri sérsveitar lögreglunnar í Los Angeles á fimmta áratug 20. aldarinnar, hinn alræmda hattahóp, eða "Hat Squad". Meðlimir hópsins eru stórir, harðir af sér, hlusta ekki á neitt kjaftæði, og hika ekki við að fara á svig við lögin ef nauðsyn krefur. Þegar kona í bænum er myrt, þá komast þeir að því að hún hafði átt í rómantísku sambandi við nokkra fyrirmenn í bænum, og tekið kvikmyndir á laun af ástarfundum sínum og mannanna. Þar sem einn þessara manna er valdamikill hershöfðingi í Bandaríkjaher, sem er í forsvari fyrir hina nýju kjarnorkunefnd, og annar er leiðtogi sjálfs hattahópsins, og kvæntur þar að auki, þá flækjast málin. Alríkislögreglan FBI flækist einnig í málið í tilraun til að fela upplýsingar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Metro-Goldwyn-MayerUS
Largo EntertainmentUS
The Zanuck CompanyUS

Verðlaun

🏆

Melanie Griffith var valin versta aukaleikkona á Razzie verðlaunahátíðinni.