Náðu í appið
Öllum leyfð

Meet Joe Black 1998

Frumsýnd: 15. janúar 1999

Meet Joe Black: Sooner or Later Everyone Does

178 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 43
/100
Tilnefnd til Razzie verðlauna í flokknum versta endugerð eða framhaldsmynd.

Bill Parrish, fjölmiðlamógúll, ástríkur faðir og mannvinur, er um það bil að fara að fagna 65 ára afmæli sínu. Dag einn fær hann heimsókn frá sjálfum Dauðanum, í gervi karlmanns að nafni Joe Black. Black ætlaði sér að taka Bill með sér, en af slysni hittast Joe og dóttir Bill og Joe fer að fá áhuga á lífinu á jörðunni og dótturinni sem hefur... Lesa meira

Bill Parrish, fjölmiðlamógúll, ástríkur faðir og mannvinur, er um það bil að fara að fagna 65 ára afmæli sínu. Dag einn fær hann heimsókn frá sjálfum Dauðanum, í gervi karlmanns að nafni Joe Black. Black ætlaði sér að taka Bill með sér, en af slysni hittast Joe og dóttir Bill og Joe fer að fá áhuga á lífinu á jörðunni og dótturinni sem hefur ekki hugmynd um hver Black raunverulega er. ... minna

Aðalleikarar


Leiðinleg!!!! Það er sennilega líflegra að horfa á mann sofa í 7 klukkustundir. Alltof löng, alltof hæg. Ég þurfti að berjast við að halda mér vakandi, meira að segja Brad Pitt var ekki þess virði að horfa á í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alltof löng mynd, ein samfelld leiðindi. Súkkulaðigæinn Brad Pitt nær ekki að lyfta þessum leiðindum neitt upp. Söguþráðurinn mjög ótrúgverður, í fáum orðum steypa. Ég sé eftir tíma mínum í þessa vitleysu. Fær hálfa stjörnu fyrir Antony gamla hann er alltaf nokkuð traustur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svolítið einkennileg mynd sem fjallar um það að Dauðinn, leikinn af Brad Pitt, ákveður að taka sér frí frá skyldustörfum sínum og spóka sig um í heimi hinna lifandi. Þar sem að hann þekkir lítið til þar fær hann milljónamæring einn, sem Anthony Hopkins leikur, til þess að vera leiðsögumaður sinn. Áður en varir verður Dauðinn síðan ástfanginn af dóttur milljónamæringsins og í framhaldi af því taka hlutirnir að flækjast. Myndin er alveg þokklega leikin, Brad Pitt stendur sig vel en Anthony Hopkins hefur verið betri. Leikkonunni Claire Forlani sem leikur dóttir milljónamæringsins tekst einnig mjög vel að leika frekar bælda en samt mjög viðkunnalega týpu. Stærstu gallarnir við myndina eru að hún er þrír tímar, en það er einfaldlega allt of mikið fyrir mynd sem hefur ekki merkilegri atburðarás. Það var næstum því hlægilegt að fylgjast með hversu mörg hægfara samtöl voru í myndinni þar sem var nóg af dramatískum þögnum og hiki milli orða. Leikstjórn Martin Brest er að mínu mati það versta við myndina. Ég heyrði einhverstaðar að hann hefði sofnað á frumsýningu myndarinnar og hann getur sjálfum sér um kennt. Samt er myndin alls ekki alslæm, hugmyndin á bakvið hana er nýstárleg og sjónræna umgjörðin er mjög góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn