Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Taxi 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. nóvember 1998

86 MÍNFranska
Vann Cesar verðlaunin fyrir bestu klippingu og hljóð. Tilnefnd til 5 annarra Cesar verðlauna, þ.á.m. sem besta mynd og besta leikstjórn.

Í Marseilles í Frakkalandi starfar hinn hæfileikaríki pítsusendill Daniel, sem keyrir um á vespu. Draumur hans rætist loks þegar hann fær leigubílapróf. Hann er fljótlega tekinn af lögreglunni fyrir að keyra allt of hratt. Nú þarf hann að hjálpa Emilien, hálfgerðum lögguaula, sem kann ekki að keyra, að elta þýska bankaræningja, svo að hann missi ekki... Lesa meira

Í Marseilles í Frakkalandi starfar hinn hæfileikaríki pítsusendill Daniel, sem keyrir um á vespu. Draumur hans rætist loks þegar hann fær leigubílapróf. Hann er fljótlega tekinn af lögreglunni fyrir að keyra allt of hratt. Nú þarf hann að hjálpa Emilien, hálfgerðum lögguaula, sem kann ekki að keyra, að elta þýska bankaræningja, svo að hann missi ekki leigubílaprófið, og draumastarfið sitt. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Eftir að vera búinn að trassa það að sjá þessa mynd, þá drullaðist ég loks út á videóleigu og tók hana.

Ég var ekki alveg viss um það hverju ég ætti við að búast, því ég vissi að myndin fjallaði að einhverju leiti um hraðskreiða bíla, og ég er ekki mikill bíladellukall og vil frekar sjá velgerða mynd, heldur en mynd sem fjallar bara um flotta bíla og hefur nánast engan söguþráð.

En ekki varð ég fyrir vonbrigðum með þessa mynd, því hún er virkilega skemmtileg og með góðan húmor, og núna get ég ekki beðið eftir að fara á leiguna og taka Taxi 2 og Taxi 3.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Taxi er hröð og skemmtileg mynd með flottar tökur. Handritið er flott þótt það sé svolítið amerískt. Luc Besson er greinilega að reyna að komast á Hollywood markaðinn, þótt það saki ekki en ég er alveg viss um að myndin á eftir að verða endurgerð í Hollywood. Þótt að leikararnir séu næstum því óþekktir standa þeir sig mjög vel. Taxi er fyndin og spennandi og endirinn kemur á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin Taxi sem Luc Besson framleiðir en er annars með eiginlega alveg óþekktu liði er mjög hröð, fyndin og skemmtileg mynd sem margir ættu að hafa gaman af, þá ekki síst strákar á aldrinum 12-16 ára. Það eru engar óþarfa senur í þessari mynd og hún er látin renna mjög vel áfram. Auðvitað er hún ekki kannski mjög djúphugsuð en á meðan hún er á fullu þá skemmtir maður sér vel. Myndin er aðallega gamanmynd þótt að í henni séu t.d. mjög vel útfærðir bílaeltingarleikir og nóg sé skotið. Eitt það fyndnasta við myndina er að hinn ólánsami bílstjóri, sem neiðist til þess að hjálpa löggunni af því að annars missir hann ökuskírteinið sitt, hefur engann tíma fyrir kærustuna sína og þarf að skálda upp ótrúlegustu afsakanir til að þurfa ekki að segja henni að hann sé að aðstoða lögguna. Leikararnir eru allir mjög fínir og þeir félagarnir tveir í myndinni eru greinilega mjög efnilegir. Tónlist og kvikmyndataka er líka til fyrirmyndar og greinilegt er að þeir hafa fengið innblást frá Quintin Tarantino við gerð tónlistarinnar. Eftir stendur létt, hress og skemmtileg mynd sem ætti að skemmta sem flestum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.10.2023

Vissirðu þetta um nýju Scorsese myndina?

Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorseses, Killers of the Flower Moon verður frumsýnd á Íslandi þann 20. október nk. Með aðalhlutverk í myndinni fer bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio, en þeir félagar hafa unnið í...

06.04.2021

Ærslabelgir í taktlausu tómarúmi

Gjarnan má furða sig á því hvernig við búum á plánetu þar sem ekki er búið að mjólka út fleiri bíómyndum Tomma og Jenna. Af öllum þeim margvíslegu formum að dæma, sem þetta handteiknaða tvíeyki hefu...

21.02.2021

Pólitísk skautun í WandaVision

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélagin...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn