Náðu í appið
Old Dogs

Old Dogs (2009)

Daddy Sitter, Papy-Sitter

"Life is Not Child-Proof"

1 klst 28 mín2009

Samstarfsfélagarnir Charlie og Dan, hafa þekkst í mörg ár og eiga það sameiginlegt að hafa engan áhuga á því að lifa eðlilegu fjölskyldulífi.

Rotten Tomatoes5%
Metacritic19
Deila:
7 áraBönnuð innan 7 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Söguþráður

Samstarfsfélagarnir Charlie og Dan, hafa þekkst í mörg ár og eiga það sameiginlegt að hafa engan áhuga á því að lifa eðlilegu fjölskyldulífi. Fjölskyldulífið leitar þá hins vegar uppi þegar fyrrum eiginkona Dans, Vicki, bankar upp á og tilkynnir honum að hún og Dan eigi saman 7 ára gamla tvíbura og það sé kominn tími til að hann kynnist börnunum sínum. Dan fær Charlie til að hjálpa sér að takast á við þetta nýja „vandamál“ og sjá um krakkana auk hundsins þeirra. Þeir reyna ýmislegt til að lifa í sátt og samlyndi við þessar nýju aðstæður sínar, en það hjálpar ekki þegar samstarfsmaðurinn Ralph klúðrar sínum málum algerlega, kennari barnanna er fullstrangur fyrir þeirra smekk eða þegar þau lenda í skrautlegum barnaskemmtikrafti ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Walt Disney PicturesUS
Tapestry FilmsUS

Gagnrýni notenda (1)

Versta mynd árins 2009, í alvöru

★☆☆☆☆

Old Dogs er þreytt, gömul og HUNDléleg mynd...!Ég geri mér grein fyrir því hvað þetta var kjánalegur og ófyndinn frasi, en trúið mér, það er meiri húmor í þessari setningu heldur en...