Alveg ofsalega hjartahlý og falleg kvikmynd hér á ferðinni. Hún fjallar um villikonuna Nell. Nell hefur eiginlega bara hlotið svipað uppeldi og Móglí. Lærði bjagaða ensku af móður sinni ...
Nell (1994)
"Language beyond understanding Life beyond words... Discover... "
Nell er stúlka sem var alin upp í einangruðum heimi.
Öllum leyfðSöguþráður
Nell er stúlka sem var alin upp í einangruðum heimi. Eina fólkið sem hún þekkti voru móðir hennar og tvíburasystir. Þær bjuggu saman í kofa í skóginum. Enginn hefur nokkru sinni hitt Nell fyrir utan mæðgurnar. Eftir að móðir hennar deyr, þá uppgötvar læknirinn, Jerome, í nálægum bæ, Nell. Hann heillast af henni þar sem hún talar bjagað mál, sem hún og systir hennar fundu upp meðan þær voru að alast upp. Paula, sem er sálfræðinemi, vill láta skoða Nell í rannsóknarstofu. Dómarinn úrskurðar að þau fái leyfi til að skoða hana í þrjá mánuði í skóginum, en eftir það mun dómarinn úrskurða um hvað muni verða um Nell í framtíðinni.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Verðlaun
Jodie Foster tilnefnd til Óskarsverðlauna. Tilnefnd til þriggja Golden Globe verðlauna, þ.á.m. Judy Foster og myndin sem besta mynd.






























