Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Smekklaust fjör... in your face!
Jackass 3(D) er ein af þessum myndum sem hefur læstan markhóp, og það eru alveg sorglega litlar líkur á því að einhver eigi eftir að sjá (hvað þá fíla) hana sem ekki hefur kunnað að meta þennan smekklausa húmor hingað til. Ef þú þraukaðir í gegnum sjónvarpsseríurnar (spin-off þættir meðtaldir) og hinar tvær myndirnar glottandi eins og mongólíti þá er frekar öruggt að segja að þú munir skemmta þér eins og svín í drullu yfir þessari þriðju. Kallið mig óheilbrigðan eða barnalegan en ég hef lengi dýrkað það að horfa á Jackass – í öllum sínum stærðum og gerðum – og þá sérstaklega í góðum félagsskap þar sem menn hlæja, gráta eða horfa undan saman og njóta hverrar einustu ógeðfelldu mínútu af því.
Reyndar get ég ekki alveg sagt að Jackass 3 sé það besta frá mönnunum, né það sjúkasta eða metnaðarfyllsta. Í mínum augum er það ennþá önnur myndin sem á þann heiður að vera það öflugasta sem hefur borið Jackass-nafnið. Hún hélt mér í kasti út sína lengd, sem nr. 3 gerði næstum því, en óþægilegustu atriðin í henni ná ekki alveg hæðum þeirra sem voru eftirminnilegust í nr. 2. Ég mun seint komast yfir þá sjón að sjá blóðsugu fasta við augað á Steve-O eða þegar hann setur öngul í gegnum kjaftinn á sér í bullandi nærmynd. Þriðja myndin er þó engan veginn að setja sér það markmið að gera áhorfið þægilegt fyrir okkur, en mér finnst það svolítill galli að hún hafi ekki náð að toppa forvera sinn betur. Kannski það hafi eitthvað um það að segja að strákarnir hafi flestallir verið edrú í þessari umferð. Myndin missti sig líka aðeins of mikið í því að leika sér með þrívíddartæknina í stað þess að nota tímann og peninginn í að gera eitthvað meira epískt, eins og söngatriðið var í seinustu mynd eða kerrurallýið þar á undan.
Þrátt fyrir að þessar athugasemdir skemmti ég mér stórvel yfir þessum óförum. Jackass-gaurarnir mega líka eiga það að þó svo að þeir eru mestmegnis sjúkir og klikkaðir, þá eru þeir býsna hugmyndaríkir þegar kemur að áhættuatriðum og annars konar bröndurum. Einhver svakalegasta áhættusena í þessari mynd tengist (kemur á óvart) Steve-O sitjandi ofan á kamri. Svo hélt ég að ég myndi kafna úr hlátri þegar ég sá hvað þessir aular komu með ferska brandara á kostnað dverga. Atriðið með földu myndavélina á barnum var ábyggilega eitt af því besta sem myndin hefur í boði. Það breytist að vísu ekki í áliti hjá mér hvað djókarnir með "gamla" fólkinu eru orðnir þreyttir. Maður skilur það svosem að Johnny Knoxville vilji enn og aftur sýna hversu gott förðunarlið hann hefur hjá sér, en mér finnst grínið vera löngu orðið dautt. Einnig hef ég smám saman farið að setja spurningarmerki við geðheilsu Spike Jonze þar sem hann gerir oftast aldrei neitt nema að klæðast sem gömul kona, og hann virðist alltaf njóta þess jafn mikið.
En Jackass 3, þrátt fyrir að taka sínar sveiflur, er uppskrift að stórskemmtilegu kvöldi með vinunum þótt skræfurnar þurfi helst að halda sig frá. Hvort sem þú ert aðdáandi eða ekki er jafnvel vert að sjá hana bara til þess að sjá hvernig hún notfærir sér þrívíddina og almennt kvikmyndatökuna. Sama hvað manni finnst um efnið sjálft er gríðarlega erfitt að neita því að maður hefur aldrei séð neitt gert í þessum dúr með tæknina og sumt er alveg sóðalega fyndið. Ég elskaði sérstaklega slow-motion skotin, sem voru tekin upp með sérstökum vélum sem skjóta 1000 römmum á sekúndu (Rocky-senurnar eru t.a.m. brill!). Myndin slær kannski ekki annarri myndinni við en hún er án nokkurs vafa sú næstbesta í röðinni. Held að slík lýsing ætti ekki að gera neinn ósáttan fyrirfram. Passið bara að tjúna væntingar aaaðeins niður ef þið eigið von á einhverri mikilfenglegri ógeðsveislu í anda Dirty Sanchez.
7/10
Jackass 3(D) er ein af þessum myndum sem hefur læstan markhóp, og það eru alveg sorglega litlar líkur á því að einhver eigi eftir að sjá (hvað þá fíla) hana sem ekki hefur kunnað að meta þennan smekklausa húmor hingað til. Ef þú þraukaðir í gegnum sjónvarpsseríurnar (spin-off þættir meðtaldir) og hinar tvær myndirnar glottandi eins og mongólíti þá er frekar öruggt að segja að þú munir skemmta þér eins og svín í drullu yfir þessari þriðju. Kallið mig óheilbrigðan eða barnalegan en ég hef lengi dýrkað það að horfa á Jackass – í öllum sínum stærðum og gerðum – og þá sérstaklega í góðum félagsskap þar sem menn hlæja, gráta eða horfa undan saman og njóta hverrar einustu ógeðfelldu mínútu af því.
Reyndar get ég ekki alveg sagt að Jackass 3 sé það besta frá mönnunum, né það sjúkasta eða metnaðarfyllsta. Í mínum augum er það ennþá önnur myndin sem á þann heiður að vera það öflugasta sem hefur borið Jackass-nafnið. Hún hélt mér í kasti út sína lengd, sem nr. 3 gerði næstum því, en óþægilegustu atriðin í henni ná ekki alveg hæðum þeirra sem voru eftirminnilegust í nr. 2. Ég mun seint komast yfir þá sjón að sjá blóðsugu fasta við augað á Steve-O eða þegar hann setur öngul í gegnum kjaftinn á sér í bullandi nærmynd. Þriðja myndin er þó engan veginn að setja sér það markmið að gera áhorfið þægilegt fyrir okkur, en mér finnst það svolítill galli að hún hafi ekki náð að toppa forvera sinn betur. Kannski það hafi eitthvað um það að segja að strákarnir hafi flestallir verið edrú í þessari umferð. Myndin missti sig líka aðeins of mikið í því að leika sér með þrívíddartæknina í stað þess að nota tímann og peninginn í að gera eitthvað meira epískt, eins og söngatriðið var í seinustu mynd eða kerrurallýið þar á undan.
Þrátt fyrir að þessar athugasemdir skemmti ég mér stórvel yfir þessum óförum. Jackass-gaurarnir mega líka eiga það að þó svo að þeir eru mestmegnis sjúkir og klikkaðir, þá eru þeir býsna hugmyndaríkir þegar kemur að áhættuatriðum og annars konar bröndurum. Einhver svakalegasta áhættusena í þessari mynd tengist (kemur á óvart) Steve-O sitjandi ofan á kamri. Svo hélt ég að ég myndi kafna úr hlátri þegar ég sá hvað þessir aular komu með ferska brandara á kostnað dverga. Atriðið með földu myndavélina á barnum var ábyggilega eitt af því besta sem myndin hefur í boði. Það breytist að vísu ekki í áliti hjá mér hvað djókarnir með "gamla" fólkinu eru orðnir þreyttir. Maður skilur það svosem að Johnny Knoxville vilji enn og aftur sýna hversu gott förðunarlið hann hefur hjá sér, en mér finnst grínið vera löngu orðið dautt. Einnig hef ég smám saman farið að setja spurningarmerki við geðheilsu Spike Jonze þar sem hann gerir oftast aldrei neitt nema að klæðast sem gömul kona, og hann virðist alltaf njóta þess jafn mikið.
En Jackass 3, þrátt fyrir að taka sínar sveiflur, er uppskrift að stórskemmtilegu kvöldi með vinunum þótt skræfurnar þurfi helst að halda sig frá. Hvort sem þú ert aðdáandi eða ekki er jafnvel vert að sjá hana bara til þess að sjá hvernig hún notfærir sér þrívíddina og almennt kvikmyndatökuna. Sama hvað manni finnst um efnið sjálft er gríðarlega erfitt að neita því að maður hefur aldrei séð neitt gert í þessum dúr með tæknina og sumt er alveg sóðalega fyndið. Ég elskaði sérstaklega slow-motion skotin, sem voru tekin upp með sérstökum vélum sem skjóta 1000 römmum á sekúndu (Rocky-senurnar eru t.a.m. brill!). Myndin slær kannski ekki annarri myndinni við en hún er án nokkurs vafa sú næstbesta í röðinni. Held að slík lýsing ætti ekki að gera neinn ósáttan fyrirfram. Passið bara að tjúna væntingar aaaðeins niður ef þið eigið von á einhverri mikilfenglegri ógeðsveislu í anda Dirty Sanchez.
7/10
Stórkostleg!
Ég verð að segja að Jackass 3-D er sú mynd á árinu sem kom mér mest á óvart. Ég fílaði alveg hinar tvær en það vantaði kannski smá húmor í þær eins og þættirnir ,,Dudesons''. Svo frétti maður að hún væri í þrívídd sem dró væntingarnar enn lengra niður. En viti menn, þetta er frábær mynd og þótt að maður veit hvað maður er að fara að sjá kom mér samt á óvart hversu skemmtileg hún er og hversu fyndin hún er.
Maður er hlæjandi út alla myndina og ég hélt ég myndi deyja úr hlátri í nokkrum atriðum þ.á.m. Ram Jam þar sem Ryan Dunn og Steve-O sjá hvort þeir geti látið fjallageit slakað á með hljóðfærum.
Þrívíddin er mjög góð og nákvæmlega eins og ég vil hafa hana. Ekki einhverja sjúka dýpt, bara: HEY, ÞETTA ER ÞRÍVÍDD! OG NÚNA FÆRÐU DILDÓ Í ANDLITIÐ Á ÞÉR! Ókei, ég er ekki að segja að ég vil fá dildó í andlitið á mér en ýkt þrívídd sem VIRKAR er besta þrívíddin og hún er notuð mjög vel og ég sé ekkert eftir aukakostnaðinum.
Áhættuatriðin eru orðin betri og ímyndunaraflið nýtur síns mjög vel og í þessari mynd er ein besta slow-motion notkun síðari ára. Byrjunaratriðið og lokatriðið: Bravó! Gæðin eru ekki lengur bara ódýr og hrist myndavél heldur alvörunni High Definition græjur og ég held að þeir voru jafnvel með þrífót (achievement!)
Ég mæli vel með þessari mynd og ef þú ert ekki viðkvæmur né með mikla hommafóbíu (kallar) þá ættirðu að skemmta þér vel! 8/10
Ég verð að segja að Jackass 3-D er sú mynd á árinu sem kom mér mest á óvart. Ég fílaði alveg hinar tvær en það vantaði kannski smá húmor í þær eins og þættirnir ,,Dudesons''. Svo frétti maður að hún væri í þrívídd sem dró væntingarnar enn lengra niður. En viti menn, þetta er frábær mynd og þótt að maður veit hvað maður er að fara að sjá kom mér samt á óvart hversu skemmtileg hún er og hversu fyndin hún er.
Maður er hlæjandi út alla myndina og ég hélt ég myndi deyja úr hlátri í nokkrum atriðum þ.á.m. Ram Jam þar sem Ryan Dunn og Steve-O sjá hvort þeir geti látið fjallageit slakað á með hljóðfærum.
Þrívíddin er mjög góð og nákvæmlega eins og ég vil hafa hana. Ekki einhverja sjúka dýpt, bara: HEY, ÞETTA ER ÞRÍVÍDD! OG NÚNA FÆRÐU DILDÓ Í ANDLITIÐ Á ÞÉR! Ókei, ég er ekki að segja að ég vil fá dildó í andlitið á mér en ýkt þrívídd sem VIRKAR er besta þrívíddin og hún er notuð mjög vel og ég sé ekkert eftir aukakostnaðinum.
Áhættuatriðin eru orðin betri og ímyndunaraflið nýtur síns mjög vel og í þessari mynd er ein besta slow-motion notkun síðari ára. Byrjunaratriðið og lokatriðið: Bravó! Gæðin eru ekki lengur bara ódýr og hrist myndavél heldur alvörunni High Definition græjur og ég held að þeir voru jafnvel með þrífót (achievement!)
Ég mæli vel með þessari mynd og ef þú ert ekki viðkvæmur né með mikla hommafóbíu (kallar) þá ættirðu að skemmta þér vel! 8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
11. desember 2010
Útgefin:
31. mars 2011
Bluray:
31. mars 2011