Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Freejack 1992

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Alex Furlong died today. Eighteen years from now, he'll be running for his life.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Ökuþórinn Alex Furlong er gripinn og sendur í tímaferðalag, sekúndubroti áður en að banvæn sprenging á sér stað, af tæknimönnum Vasendak á 21. Öldinni, sem ætla að selja heilbrigðan líkama hans til aldraðs ríks manns í McCandless fyrirtækinu, til að hægt sé að flytja hugann á milli líkama. Hann sleppur, en hefur engin réttindi í þessari martraðakenndu... Lesa meira

Ökuþórinn Alex Furlong er gripinn og sendur í tímaferðalag, sekúndubroti áður en að banvæn sprenging á sér stað, af tæknimönnum Vasendak á 21. Öldinni, sem ætla að selja heilbrigðan líkama hans til aldraðs ríks manns í McCandless fyrirtækinu, til að hægt sé að flytja hugann á milli líkama. Hann sleppur, en hefur engin réttindi í þessari martraðakenndu framtíð þar sem ofbeldi og viðurstyggð eru alltumlykjandi. Sagan snýst um það hvort hann lifi af, og tilraunir hans til að ná aftur sambandi við kærustuna Julie, sem nú er 15 árum eldri og er orðin stjórnandi hjá McCandless. ... minna

Aðalleikarar


Emilio Estevez leikur hér kappakstursnáunga sem lendir í slysi í keppni en rétt fyrir dauðastundina er hann færður lifandi og heill inn í framtíðina. Hann er nú nokkurs konar eign fyrst að hann hefði dáið hvort sem er en leggur á flótta. Þessi mynd Freejack er svosem sæmilegasta afþreying en það er eins og að með henni höfðu menn verið að reyna að skapa eitthvað sem kom svo ekki alveg nógu vel út. Leikurinn er ekki upp á marga fiska,Estevez kemur með mjög grunna persónusköpun og Mick gamli Jagger sýnir fremur slæman leik.(Maðurinn á að halda sig við tónlistina þar er hann snillingur)Myndin er þó fersk og endirinn er rosa kraftmikill. Hún fær tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Topp mynd. Anthony Hopkins (The silence of the lambs, Hannibal) er bestur. Emelio Estves er fínn, og Rene Russo(Lethal Weapon 3,4) líka. Mér finnst Mick Jagger (hljómsveitin Rolling Stones) ekki góður enda hefur hann enga reynslu sem leikari. Myndin fjallar í stórum dráttum um að Emelio Estvez er kappakstursbílstjóri árið 1991, en er fluttur til ársins 2009. Þar langar öllum til að ná í þennan kappaksturs bílstjóra, þar á meðal viðskiptajöfur einn (Anthony Hopkins) og Mick Jagger er líka á veiðum. Svo er þetta spurning hvort hann kemst heim til konu sinnar (Rene Russo). Mjög góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn