Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Colombiana 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. september 2011

Vengeance is beautiful.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Ung kona vex úr grasi sem ískaldur leigumorðingi eftir að hafa orðið vitni að því þegar foreldrar hennar voru myrtir, þegar hún var barn að aldri í Bogota í Kólumbíu. Hún vinnur fyrir frænda sinn sem leigumorðingi á daginn, en frítíma sínum eyðir hún í að taka lögin í sínar eigin hendur, og drepur mann og annan, með það að markmiði að ná að... Lesa meira

Ung kona vex úr grasi sem ískaldur leigumorðingi eftir að hafa orðið vitni að því þegar foreldrar hennar voru myrtir, þegar hún var barn að aldri í Bogota í Kólumbíu. Hún vinnur fyrir frænda sinn sem leigumorðingi á daginn, en frítíma sínum eyðir hún í að taka lögin í sínar eigin hendur, og drepur mann og annan, með það að markmiði að ná að drepa mafíósann sem er ábyrgur fyrir morðinu á foreldrum hennar. ... minna

Aðalleikarar

Besson er franskur meistari meðalmennskunnar
Ef ég væri með jafn töff nafn og Olivier Megaton þá væri ég eflaust líka að reyna að spreyta mig áfram sem hasarleikstjóri. Þessi maður sýndi með Transporter 3 og núna Colombiana að hann er efni í einn slíkan en eins og svo margir aðrir - sérstaklega þeir sem hafa unnið fyrir Luc Besson - er hann dreginn niður af staðlaða og bragðlausa efninu umvefur hasarinn. Myndin verður því lítið annað en ein af þessum áhættusnauðu spennumyndum sem rétt svo heldur áhuga manns en týnist svo í minningunni næsta dag. Bara eins og meirihlutinn af efninu sem Besson framleiðir.

Maður þarf ekki annað en að lesa söguþráðinn til að sjá það að Colombiana er öll angandi af klisjum. Besson sækir talsvert í sínar eigin myndir og má finna fyrir keim af bæði Léon og Taken, en því miður er afraksturinn ekki jafnæðislegur og hann hljómar. Handritið er götótt, oft á tíðum yfirdrifið, húmorslaust, ótrúverðugt (og sú lýsing hjá mér kemur hasarnum nánast ekkert við. Spáið í því!) svo ekki sé minnst á það að ekkert kemur manni á óvart í allri atburðarásinni nema ein sú hallærislegasta tilviljun sem ég hef séð í mynd frá kompaníi Bessons. Eins og ég hef áður sagt get ég sætt mig við sumar tilviljanir, en í einni ákveðinni senu þar sem besti vinur "kærasta" aðalpersónunnar stelur GSM-síma til að keyra plottið áfram er næstum því borðliggjandi að handritshöfundarnir hafi skrifað sig í holu og ekki kunnað að grafa sig betur úr henni.

Myndin er hins vegar langt frá því að vera tímasóun. Peningasóun kannski ef þú borgar fullt verð fyrir hana en þökk sé Zoë Saldana (sem neglir bæði kynþokkann og hörkuna) breytist þetta í ósköp þolanlega afþreyingarmynd. Hröð keyrsla og nokkrar fínar ofbeldis- og morðsenur skemma heldur ekki fyrir. Cliff Curtis er líka oftast góður og aðrir leikarar gegna einhliða hlutverkum sínum prýðilega þótt ég hafi ekkert verið ofsalega hrifinn af aukaplottinu með Michael Vartan. Aðeins beittara og skemmtilegra handrit hefði getað breytt því og græjað myndinni aðeins meiri sál. Persónusköpun aðalgellunnar var einnig ábótavant. Sjálfur er ég alveg bandbrjálaður í svona hefndarmyndir á góðum degi en hérna tókst mér ekki alveg að halda með henni eða hvetja hana áfram, sem maður gerði svo sannarlega í til dæmis Léon og Taken.

Segjum vídeómeðmæli í besta falli. Það er ýmislegt gott í Colombiana en jafnvel það sem gengur upp skarar alls ekki nógu mikið framúr til að tryggja einhver hörkumeðmæli á heildarpakkann. Ég hefði nú haldið að mynd sem leyfir líkamanum hennar Zoë að njóta sín svona mikið yrði nú aðeins athyglisverðari og meira spennandi en þetta.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.10.2012

Tætt og metnaðarlaust afrit

Hvað í helvítinu gerðist?! Hvert fór grimmdin? Hvar er töffaraskapurinn og af hverju er Liam Neeson byrjaður að labba á milli staða í stað þess að hlaupa? Þó Taken 2 sé vissulega tilgangslaus framlengingarmynd að ...

03.10.2012

Taken 2 frumsýnd eftir 2 daga!

Liam Neeson er mættur aftur til leiks í Taken 2, en myndin verður frumsýnd í Smárabíói, Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri á föstudaginn. Myndinni er leikstýrt af Oliver Megaton sem hefur áður gert myn...

06.10.2011

30 rip-off plaköt

Kvikmyndabransinn er oft kenndur fyrir að endurvinna hugmyndir, handrit og jafnvel heilu bíómyndirnar. Plakötin eru engin undantekning. Hér eru 30 plaköt sem eru, vægast sagt, svipuð. Betrayed vs Basic Instinct Madhouse vs Cheaper By The Dozen...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn