Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Taken 2 2012

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. október 2012

First they took his daughter. Now they're coming for him.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Bryan Mills, leyniþjónustumaður á eftirlaunum, lét ekkert stoppa sig þegar albanskir glæpamenn rændu dóttur hans Kim, í fyrstu myndinni. Nú á hinsvegar faðir eins af mannræningjunum harma að hefna, og heitir því nú að hefna sonar síns. Hann tekur Bryan og eiginkonu hans sem gísla þegar þau eru í fjölskylduferðalagi í Istanbul í Tyrklandi. Bryan fær dóttur... Lesa meira

Bryan Mills, leyniþjónustumaður á eftirlaunum, lét ekkert stoppa sig þegar albanskir glæpamenn rændu dóttur hans Kim, í fyrstu myndinni. Nú á hinsvegar faðir eins af mannræningjunum harma að hefna, og heitir því nú að hefna sonar síns. Hann tekur Bryan og eiginkonu hans sem gísla þegar þau eru í fjölskylduferðalagi í Istanbul í Tyrklandi. Bryan fær dóttur sína með sér í hjálpa þeim að flýja úr prísundinni. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Hvar er Xander Berkeley þegar maður þarf hann?
Hvernig er hægt að gera almennilegt framhald af mynd eins og Taken? Hún var ekkert meistaraverk, en sem hasarmynd þá er hún einstaklega sterk. Hún hafði skýra persónusköpun, skýr markmið og mest af öllu, skýrt ofbeldi og hraða í atburðarrás sem hélt manni við efnið. Taken 2 hefur ekkert af þessu. Ekki einu sinni Neesoninn getur bjargað þessari mynd því öll hans helstu augnablik eru klippt út og kjánalega sett saman. Það liggur við að ofbeldið var það vægt að eina sem Neeson þurfti að gera var að snerta vondu kallana og þá duttu þeir niður dauðir. Gengu þeir of langt í Neeson dýrkuninni og létu hann leika einhversonar demiguð?

PG-13, þetta eru bókstafir sem enginn í réttu hugarfari fílar. Einu sinni voru hasarmyndir alvöru hasarmyndir sem þorðu að sýna ofbeldi en gerðu það einnig smekklega, þeim fer fækkandi gífurlega. Stúdóið (Fox) ákvað að skera eistun af þessari mynd meðan eistu voru það eina sem hefði getað hækkað þessa mynd úr drasl í miðjumoð. Ofbeldið er svo augljóslega klippt út að viðbrögð áhorfenda voru hlægileg, það er líka fátt annað hægt að gera heldur en gráta eða hlægja þegar hasaratriðin hafa ekkert orsakasamhengi og menn deyja útaf augnaráðum frá Neeson. Þeir hefðu bara átt að fara alla leið, gera Neeson að einhverskonar guð sem slátrar óvinum með augnaráðum, húmormöguleikar endalausir sem parodía.

Þrátt fyrir sína glötuðu myndatöku og hræðilegu klippingu þá er þessi mynd hreint út sagt vonbrigði. Leikurinn var stjarfur, handritið stjarfara, söguþráðurinn óáhugaverður og leikstjórinn virðist ekki hafa hugmynd hvernig á að skapa spennu. Skúrkarnir eru klisjukenndir múslimar sem þrá hefnd og virðast ekki bjóða uppá neina alvöru hættu fyrir aðalpersónuna. Neesoninn labbar vandlega milli staðsetninga og reynir að gera sitt besta með þessu skelfilega handriti en aldurinn er byrjaður að sjást. Hann er ekki jafn harður og í fyrstu myndinni, það sést því miður. Leland Orser birtist í svona eina mínútu í tilgangslausri endurkomu og af einhverjum ástæðum þá hafa vinir Bryan Mills breyst. Xander Berkeley er ekki til staðar heldur, svo það er ekkert "dick measuring" eins og fólk vonaðist.

Besta í stöðunni er að hundsa tilvist Taken 2, hún lítilækkar allt hið góða sem fyrsta myndin bauð uppá og er ferskt dæmi um tilgangslausa mjólkun. Samt, það ætti ekki að vera það erfitt að gera ásættanlegt framhald, bara einhvern veginn þá misheppnaðist þetta algerlega. Forðist þessa mynd.

2/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn