Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Taken 3 2015

Frumsýnd: 9. janúar 2015

It Ends Here

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 26
/100

Þegar eiginkona Bryans Mills er myrt og hann sjálfur er grunaður um morðið neyðist hann til að flýja og um leið grípa til sinna ráða. Liam Neeson mætir á ný í kvikmyndahúsin þann 9. janúar í hlutverki leyniþjónustumannsins fyrrverandi Bryans Mills sem eins og allir vita sem sáu fyrri Taken-myndirnar er ekkert lamb að leika sér við þegar hann tekur sig... Lesa meira

Þegar eiginkona Bryans Mills er myrt og hann sjálfur er grunaður um morðið neyðist hann til að flýja og um leið grípa til sinna ráða. Liam Neeson mætir á ný í kvikmyndahúsin þann 9. janúar í hlutverki leyniþjónustumannsins fyrrverandi Bryans Mills sem eins og allir vita sem sáu fyrri Taken-myndirnar er ekkert lamb að leika sér við þegar hann tekur sig til. Eftir hremmingarnar sem Bryan Mills gekk í gegnum í fyrri myndunum tveimur telur hann sig nú geta varpað öndinni léttar og snúið sér að því sem hann hefur mestan áhuga á; velferð eiginkonu sinnar Lenore og dóttur þeirra, Kim. Sá draumur snýst hins vegar upp í martröð þegar hann kemur eitt kvöldið að Lenore látinni á heimili þeirra. Hún hefur verið myrt og það næsta sem Bryan veit er að hann er sjálfur grunaður um að hafa orðið henni að bana. Þar með neyðist hann til að leggja á flótta undan bæði lögreglunni, FBI og fyrrverandi félögum sínum í CIA sem eru undir stjórn hörkutólsins Francks Dotzler, en hann veit upp á hár hvers Bryan er megnugur. Á flóttanum þarf Bryan svo einnig að komast að því hver myrti Lenore og hvers vegna og í þeirri rannsókn uppgötvar hann að morðingjarnir hafa engan veginn sagt sitt síðasta og ætla sér einnig að myrða Kim ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn