Lónbúinn - Kraftaverkasaga
2012
(The North Atlantic Miracle)
Frumsýnd: 27. apríl 2012
42 MÍNÍslenska
Lónbúinn er ljóðræn náttúrulífsmynd – kraftaverkasaga um lífsferil laxins. Við fylgjumst með hrognunum klekjast út í ósnortinni heimaánni á Vesturlandi og sjáum hvernig seiðin þroskast smátt og smátt og þau læra að forðast hættur árinar sem hvarvetna blasa við þeim. Einn daginn tekur náttúran af þeim völdin og þau ganga til sjávar þar sem þau... Lesa meira
Lónbúinn er ljóðræn náttúrulífsmynd – kraftaverkasaga um lífsferil laxins. Við fylgjumst með hrognunum klekjast út í ósnortinni heimaánni á Vesturlandi og sjáum hvernig seiðin þroskast smátt og smátt og þau læra að forðast hættur árinar sem hvarvetna blasa við þeim. Einn daginn tekur náttúran af þeim völdin og þau ganga til sjávar þar sem þau stækka hundraðfalt á einu ári. Þau sem lifa dvölina í sjónum af snúa aftur í sinn heimahyl til að viðhalda stofninum – ekkert annað skiptir laxinn máli og sneiðir hann hjá hundrað hættum til að snúa aftur. Við upplifum heim laxins i gegnum hrygnu sem hlýðir eðli sínu og brýst í gegnum hvaða hindranir sem er til að hrygna í heimahylnum. Við verðum eitt með löxunum og syndum með þeim í gegnum lífið. Myndin er tekin upp á tveggja ára tímabili í og við lítt þekkta á á Vesturlandi þar sem maðurinn hefur ekki raskað farvegi hennar á nokkurn hátt og stundar ekki seiðasleppingar eins og algengt er í laxveiðiám nútímans.... minna