Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Red Dawn 2012

Frumsýnd: 13. desember 2012

Velkominn í heim hinna hugrökku

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Hvað myndir þú gera ef þú vaknaðir upp við að óvinaher væri búinn að hertaka bæinn þinn og ógnaði lífi þínu og allra sem þú þekkir og eru þér kærir? Það er föstudagur í bænum Spokane í Bandaríkjunum og nánast allir bæjarbúar eru með hugann við úrslitaleikinn í háskólaboltanum sem fara á fram um kvöldið. Matt Eckert er einn af aðalmönnunum... Lesa meira

Hvað myndir þú gera ef þú vaknaðir upp við að óvinaher væri búinn að hertaka bæinn þinn og ógnaði lífi þínu og allra sem þú þekkir og eru þér kærir? Það er föstudagur í bænum Spokane í Bandaríkjunum og nánast allir bæjarbúar eru með hugann við úrslitaleikinn í háskólaboltanum sem fara á fram um kvöldið. Matt Eckert er einn af aðalmönnunum í öðru liðinu og verður eins og liðsfélagar hans fyrir miklum vonbrigðum þegar lið hans tapar leiknum naumlega. Til að auka á hugarangur hans er bróðir hans Jed nýkominn heim eftir að hafa sinnt herþjónustu í Afganistan, en á milli þeirra bræðra er ekkert allt of gott andrúmsloft eftir að sá síðarnefndi yfirgaf fjölskylduna án þess að kveðja kóng eða prest. En allt þetta verður hjóm eitt á laugardagsmorgun eftir leikinn. Þeir Matt og Jed og allir bæjarbúar vakna við það í birtingu að óvinaher hefur ráðist inn í bæinn með miklum liðsstyrk og vopnum sem veikar varnir bæjarins ráða engan veginn við. Á örfáum klukkustundum verður Spokane fyrsti bandaríski bærinn sem er hertekinn af erlendu herafli og er óhætt að segja að í kjölfarið standi öll bandaríska þjóðin á öndinni yfir atburðunum. Það liggur beinast við að gefast upp fyrir ofureflinu áður en fleiri falla í valinn, og bíða síðan eftir aðstoð, en þeir Jed og Matt eru sammála um að slík eftirgjöf komi ekki til greina og ákveða að safna saman fámennu en vösku liði...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.12.2013

Umfjöllun: The Hunger Games: Catching Fire (2013)

Catching Fire fjallar um Katniss Everdeen sem er núna flutt í betra hverfið í umdæmi 12. President Snow  hefur ekki fyrirgefið Katniss fyrir að hafa verið með uppreisn í fyrri myndinni og til að ná sér niðri á henni ...

19.03.2013

Twilight vinsælust á vídeó

Vampírumyndin Twilight: Breaking Dawn 2 fór rakleiðis á topp íslenska DVD/Blu-ray vídeólistans, á sinni fyrstu viku á lista, en myndin kom út fyrir helgi. Söguþráður myndarinnar er á þessa leið: Bella Swan er n...

12.03.2013

Brad Pitt ýtir Bond af toppnum

Brad Pitt og félagar í Killing them Softly eru komnir á topp íslenska DVD/Blu-ray listans, en myndin var í öðru sæti í síðustu viku. Toppmynd síðustu viku, Skyfall, þurfti að lúta í gras og fer úr fyrsta sæti niðu...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn