Maniac (2012)
"Ekki fara út í kvöld"
Frank (Elijah Wood) vinnur við að búa til og lagfæra útstillingargínur, en á kvöldin breytist hann í blóðþyrstan morðingja sem safnar höfuðleðri fórnarlamba sinna.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Frank (Elijah Wood) vinnur við að búa til og lagfæra útstillingargínur, en á kvöldin breytist hann í blóðþyrstan morðingja sem safnar höfuðleðri fórnarlamba sinna. Hér segir frá gínusmiðinum Frank sem er alvarlega geðveikur og þjáist af miklum ranghugmyndum og ofskynjunum sem hann reynir þó að halda í skefjum með lyfjum. Dag einn kemur til hans ung og falleg stúlka sem vill fá hann til að vinna við sýningu sem hún er að setja upp. En í stað þess að nota tækifærið og fá hjálp leiðir þetta til þess að Frank fær enn eitt morðæðið sem í þetta sinn á eftir að leiða hann út á ystu nöf geðveikinnar ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





























