Náðu í appið
Dressed to Kill

Dressed to Kill (1980)

"Every Nightmare Has A Beginning...This One Never Ends"

1 klst 45 mín1980

Á meðan Kate Miller, miðaldra kynferðislega ófullnægð húsmóðir í New York, er í sturtu þá lætur hún sig dreyma kynferðisfantasíu um að sér sé nauðgað...

Rotten Tomatoes83%
Metacritic74
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Hvar má horfa

Söguþráður

Á meðan Kate Miller, miðaldra kynferðislega ófullnægð húsmóðir í New York, er í sturtu þá lætur hún sig dreyma kynferðisfantasíu um að sér sé nauðgað á meðan eiginmaður hennar stendur við vaskinn að raka sig. Seinna þennan sama dag, eftir að hafa kvartað við sálfræðinginn sinn Dr. Robert Elliott um hvað eiginmaður hennar er lélegur í rúminu, þá hittir hún undarlegan mann í listasafni, og fer með honum heim til hans þar sem þau eiga ástarfund eftir að hafa byrjað að daðra í leigubíl. Áður en hún yfirgefur íbúð hans, þá finnur hún skjöl sem sanna að maðurinn er með kynsjúkdóm. Kate fær áfall, og flýtir sér út og í lyftuna, en verður að snúa aftur í íbúðina þegar hún uppgötvar að hún hafði gleymt giftingarhringnum sínum. Þegar lyftudyrnar opnast, þá er hún myrt með hrottalegum hætti af stórri ljóshærðri konu með dökk sólgleraugu. Liz Blake, dýr vændiskona, er eina vitnið að morðinu og hún er grunuð um morðið, en verður um leið næsta skotmark morðingjans. Liz er bjargað frá því að vera myrt af syni Kate, Peter, sem sækist eftir aðstoð frá Liz við að reyna að finna morðingja móður sinnar, þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Marino, sem sér um að rannsaka málið, er ekki nógu samstarfsfús.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Filmways PicturesUS
Cinema 77 Films