Nokkuð skemmtileg mynd. Að vísu alltof sjaldan fyndin og söguþráðurinn ekki í frumlegri kantinum en er samt nokkuð góð og hefur elst bara þokkalega vel. Leikararnir standa sig misjafnlega,...
Innerspace (1987)
"Within 24 hours he will experience an amazing adventure...and become twice the man."
Tuck Pendleton er sjálfumglaður flugmaður, sem tekur þátt í smækkunartilraun.
Bönnuð innan 6 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Tuck Pendleton er sjálfumglaður flugmaður, sem tekur þátt í smækkunartilraun. Þegar þorparar brjótast inn á rannsóknarstofuna og stela tækninni, þá tekur einn vísindamannanna sprautu með sér sem inniheldur smækkaðan Tuck og farartæki sem hann notar í könnunarleiðangri sínum í rannsókninni. Í farartækinu er hluti af þeim efnum sem þarf að nota til að koma Tuck aftur í fulla stærð, en búið er að stela hinum hlutanum sem nauðsynlegur er. Vísindamaðurinn er skotinn en áður en hann deyr þá sprautar hann Tuck inn í hinn ímyndunarveika Jack Putter, sem heldur stöðugt að eitthvað sé að honum. Þegar Tuck tengir sig við innra kerfi Jack, þá uppgötvar hann að eitthvað hefur gerst. Þannig að þeir fara aftur í rannsóknarstofuna til að finna út úr því hvað gerðist. Nú er þeim sagt að ef þeir ná ekki efninu sem var stolið, þá muni þeir ekki geta fært Tuck í fyrra horf, áður en súrefnið þrýtur í könnunarfarinu hans. Nú ákveður fulltrúi stjórnvalda að það eina sem skiptir máli er að þjófarnir komi ekki höndum yfir hinn hluta efnisins, enda er sá hluti sem þeir eru með gagnslaus einn og sér. Núna hvetur Tuck Jack til að fara og finna þjófana. Og þeir fá hjálp hjá ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Gagnrýni notenda (3)
Þetta er skemmtileg grínmynd með Dannis Quad,Meg Ryan og MArtin Short. Myndin fjallar um mann (Dannis Quad) sem ætlar að taka þátt í tilraun sem felst í því að minka mann og sprauta hon...
Hér er á ferðinni öðruvísi gamanmynd um mann sem fenginn er til þess að taka þátt í tilraun sem felur það í sér að hann er smækkaður þannig að hægt sé að sprauta honum inn í ka...
























