Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Nokkuð skemmtileg mynd. Að vísu alltof sjaldan fyndin og söguþráðurinn ekki í frumlegri kantinum en er samt nokkuð góð og hefur elst bara þokkalega vel. Leikararnir standa sig misjafnlega, Martin Short túlkar taugaveiklaðan afgreiðslumann í matvörubúð mjög vel þó svo að hann sé kannski ekkert alltof skemmtilegur beint, Dennis Quaid er í mjög slöppu hlutverki sem náungi sem er smækkaður og festist inn í líkama afgreiðslumannsins og svo að sjálfsögðu Meg Ryan sem stendur yfirleitt fyrir sínu og leikur unnustu þess smækkaða. Einkar skemmtilegt að fylgjast með samræðum Short´s og Quaid´s þó að það kitli hláturtaugarnar ekkert alltof mikið og myndin er bara fín það er ekkert meira hægt að segja. Undirritaður átti góða stund yfir skerminum og Innerspace fær tvær og hálfa stjörnu.
Þetta er skemmtileg grínmynd með Dannis Quad,Meg Ryan og MArtin Short.
Myndin fjallar um mann (Dannis Quad) sem ætlar að taka þátt í tilraun sem felst í því að minka mann og sprauta honum í kanínu en það er ráðist á tilraunastofuna og Dannis er svo sprautað í afgreiðslumann(Martin Short) og svo reyna mennirnar sem eyðilögðu tilraunastofuna að ná Martin.
Þetta er skemmtileg grínmynd með góðum leikurum og fínum brellum (miðað við það hvað hún er gömul).
Hér er á ferðinni öðruvísi gamanmynd um mann sem fenginn er til þess að taka þátt í tilraun sem felur það í sér að hann er smækkaður þannig að hægt sé að sprauta honum inn í kanínu og þannig rannsaka innviði hennar. Tilraunin fer út um þúfur þegar brotist er inn á tilraunastofuna og sprautunni sem inniheldur hinn míkróskópíska er naumlega komið undan á flótta. Það endar svo með því að honum er sprautað inn í mann þegar allt annað er útilokað. Þar með byrja erfiðleikar hans að reyna að komast í samband við hýsilinn sinn. Og verður úr hin ágætasta gamanmynd. Hér er á ferðinni sprenghlægileg mynd sem ég mæli eindregið með.