Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Looney Tunes: Back in Action 2003

Justwatch

Frumsýnd: 19. desember 2003

How do they solve a mystery when they don't have a clue?

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Daffy Duck er orðinn hundleiður á allri athyglinni sem Bugs Bunny, eða Kalli kanína, fær, og hættir störfum hjá myndverinu sem hann vinnur hjá í Hollywood. Hann slæst í lið með slökkviliðsmanninum sem er nýbúinn að missa vinnuna, Damien Drake Jr., sem var fenginn til að fylgja honum útaf stúdíólóðinni, og heldur af stað í ævintýraferð um allan heim,... Lesa meira

Daffy Duck er orðinn hundleiður á allri athyglinni sem Bugs Bunny, eða Kalli kanína, fær, og hættir störfum hjá myndverinu sem hann vinnur hjá í Hollywood. Hann slæst í lið með slökkviliðsmanninum sem er nýbúinn að missa vinnuna, Damien Drake Jr., sem var fenginn til að fylgja honum útaf stúdíólóðinni, og heldur af stað í ævintýraferð um allan heim, en Bugs og framkvæmdastjóri hjá Warner Bros, fylgja í humátt á eftir. En hvert er markmiðið með ferðinni? Jú, að finna föður Damien, og finna hinn týnda bláa demant, og vera skrefi á undan hinu illa Acme Corp. fyrirtæki, sem vill komast yfir demantinn og nota í eigin þágu. ... minna

Aðalleikarar


Hér er Looney Tunes gengið mætt aftur, og ferskara en nokkru sinni fyrr. Hún er virkilega fyndin og tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Betri en Space Jam, allavega. Allt Looney gengið er brilliant. Svo er gaman að sjá Timothy Dalton aftur á skjánum. En steluþjófurinn er Steve Martin. Hann er svo útúr flippaður í hlutverki vonda kallsins, að hálfa væri nóg. Svo gera leikarar mikið grín að sjálfum sér. Svo er fullt af referencum í gamlar myndir, eins og Alien o.fl. En sú besta er úr Psycho. Ég hló mikið þegar það atriði var. Brilliant mynd frá Joe Dante.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hver fílar svo sem ekki Loonney Tunes persónurnar eða a.m.k fíla ég þá mjög mikið. Ég beið dáldið spenntur eftir að sjá þessa mynd eftir að Space Jam hafi verið ein skemmtilegasta mynd sem ég hafði séð þegar ég var krakki. Brendan Fraser(Mummy og Mummy Returns) er alltaf jafn góður í myndunum sínum. Ég mæli mikið með þessari mynd kíkið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hver fílar svo sem ekki Looney Tunes, ég fíla þá sko í botn eftir að Space Jam hafi verið frábær mynd en þá horfði ég á hana eitthvað fimm sinnum á dag. Looney Tunes er frábær fjölskyldumynd með Brendan Fraser(Crash) í aðalhlutverki. Leikararnir fara á kostum, sérstaklega þeir tveir sem töluðu fyrir Daffy Duck og Bugs Bunny en mér fannst Daffy vera lang skemmtilegastur. Ég mæli rosa mikið með þessari mynd, kíkið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef fílað hann Brendan Fraser mest í Mummy myndunum. Þessi mynd var fyndin á köflum og mest þegar svarta öndin kom við sögu. Brendan Fraser lék mjög vel samt vantaði meiri húmor í myndina. Ég mæliágætlega með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er nú ágætis mynd. Segir í stuttu máli frá teiknimyndapersónunum Daffy og Bugs sem allir ættu að kannast við og þegar þeir slást í för með fyrrverandi Hollywood-öryggisverði(Brendan Fraser)og ljóskunni Kate(Jenna Elfman)til að hindra stjórnanda ACME-fyrirtækisins(Steve Martin)í að ná heimsyfirráðum.Ég semsagt skemmti mér prýðilega yfir þessari mynd. Á köflum er hún svo yfirþyrmandi hallærisleg að ég hef bara sjaldan séð annað eins. Hallærisleg er hún, já en tölum ekki meira um það. Fraser stendur sig svona sæmilega, er eiginlega hvorki góður né slæmur leikari. Og Elfman...hún hefur aldrei verið í miklum metum hjá mér en er ekkert að draga myndina neitt niður. Martin á aftur á móti alveg stórglæsilega frammistöðu, maðurinn er bara svo fyndinn og skemmtilegur í hlutverki sínu að það er bara merkilegt. Timothy Dalton er þarna líka, maður hefur séð lítið af honum undanfarið. Looney tunes fær því tvær og hálfa stjörnu og er hress skemmtun sem hæfir öllum aldurshópum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.02.2016

Teiknimyndarödd látin

Joe Alaskey, sem talaði fyrir Looney Tunes teiknimyndapersónurnar Bugs Bunny og Daffy Duck, er látinn, 63 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Þetta var tilkynnt á Facebook síðu hans. Alaskey talaði einnig fyrir Sylve...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn