Náðu í appið
137
Bönnuð innan 12 ára

Gremlins 2: The New Batch 1990

Take Your Batch to See the New Batch.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Myndin gerist nokkrum árum eftir atburðina í Gremlins, en Billy og Kate hafa nú flutt til New York þar sem þau vinna fyrir fjölmiðlamógúlinn Daniel Clamp. Á sama tíma þá hefur eigandi Gizmo dáið, og erfðafræðideild Clamp byggingarinnar hefur klófest Gizmo. Þegar hann blotnar þá verður til her illvígra lítilla skrímsla sem yfirtekur skýjakljúfinn.

Aðalleikarar


Gremlins er örugglega með betri grínmyndum sem hafa verið gerðar. Framhaldið er ekkert síðra, en nær samt ekki að toppa forverann. Þó hún sé mjög fyndin og allt það, vantaði alla spennuna í myndina sem var í fyrstu. Og svo hefði líka verið gaman að sjá þá flakkast um í New York borginni sjálfri, í stað þess að vera á einum stað allan tímann, það er mitt álit. En Gremlins 2: The New Batch er gott framhald og vel þess virði fyrir þá að sjá sem ekki hafa séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki nógu fyndin mynd og ekki nógu hrollvekjandi.Þetta vantar bæði í hana en annars er hún góð. Myndin fjallar um Gizmo sem er hrekkjalómur (eða réttara sagt Gremlin) sem sleppur frá gömlum manni og finnur eiganda sinn. En þegar eigandinn fer aðeins í burtu blotnar Gizmo (sem er ein af reglunum með hrekkjalómana,að þeir mega ekki blotna) og þá birtist fullt af öðrum hrekkjalómum sem eigandinn þarf að berjast við. Mætti vanda tæknibrellurnar meira og kannski betri húmor?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Gremlins fullnægir ekki hrollvekju og gamanmynda nægju mína og það mætti kannski vanda hana aðeins betur. Ríkur auðjöfur vill kaupa kínverska fornminjabúð og búa þá til verslunamiðstöð þar. Kínverski gaurinn á hrekkjalóm (Gremlin) að nafni Gizmo (sjá fyrri myndina). En kínverski gaurinn deyr og þá býr ríki kallinn til verslunarmiðstöð. En hann Gizmo er ráfandi einn um göturnar og þá finnur vísindamaður hann sem vinnur hjá auðjöfrinum, og þeir ætla auðvitað að gera tilraunir á Gizmo. Billy vinnur líka hjá auðjöfrinum og hann hefur höndlast við hrekkjalómana áður og líka Gizmo og grunar að Gizmo sé uppi í tilraunastofunni út af því að hann heyrði póstmannin raula eitthvað lag sem Billy þekkti og póstmaðurinn sagðist heyra lagið í tilraunastofunni. Þá nær Billy í Gizmo og hann skilur hann eftir í skrifstofunni sinni. En ein reglan um hrekkjalómana var að þeir mega ekki blotna og Gizmo slapp út og hann blotnaði. Þá birtust aðrir hrekkjalómar og brátt fylltist öll skrifstofubyggingin af hrekkjalómum. Baráttan við þá verður hörð og löng. Það ætti að vanda aðeins betur tæknibrellurnar og leikin en mér fannst hún ekki alveg eins góð og ég hélt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er snilld, rétt eins og sú fyrri!

Hver man ekki eftir honum Gizmo, litla sæta krúttinu sem sem filgja reglur? Jú, hann er kominn aftur í þessari mynd og núna í New York, borginio sem aldrei sefur. Í þetta sinn er lendir hann inná rannsóknar stofu eftir að gamli kínverski maðurinn (man ekki hvað hann heitir) deyr og stór sjónvarpstöð kaupir svæðið. Billy (gamli eigandi Gizmos úr fyrri myndini) er fluttur til New York ásamt kærustu sinni til að vinna hjá þessu fyrirtæki fynnur Gizmo og bjargar honum af rannsóknar stofuni en þegar Billy bregður sér á frá fer alt úr böndunum... ég vil ekki seigja frá allri myndini en ég ég mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn