Intersexion
2012
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 5. ágúst 2014
When a baby is born, the first question we ask ...
68 MÍNEnska
Þegar nýsjálenski leikstjórinn Grant Lahood ákvað að gera heimildarmynd um líf intersex fólks vissi hann fátt um intersex og gerði ráð fyrir að það væri mjög sjaldgæft ástand. Það var áður en hann hitti Mani Bruce Mitchell, fyrstu „opinberu“ intersex intersexion_444manneskjuna á Nýja-Sjálandi, sem einnig er þulur myndarinnar. Lahood... Lesa meira
Þegar nýsjálenski leikstjórinn Grant Lahood ákvað að gera heimildarmynd um líf intersex fólks vissi hann fátt um intersex og gerði ráð fyrir að það væri mjög sjaldgæft ástand. Það var áður en hann hitti Mani Bruce Mitchell, fyrstu „opinberu“ intersex intersexion_444manneskjuna á Nýja-Sjálandi, sem einnig er þulur myndarinnar. Lahood komst að því að undir intersex-regnhlífina fellur margs konar líkamsgerð og að ástandið er í raun fremur algengt. Til dæmis fæðast um það bil 1 af hverjum 2000 börnum með „óræð“ ytri kynfæri og því er svarið við spurningunni sem langflestir spyrja þegar barn fæðist – „er það strákur eða stelpa?“ – alls ekki einfalt. Í heimildarmyndinni Intersexion birtast viðtöl við fjölmarga intersex einstaklinga úr ólíkum heimshornum og áhorfendum er veitt innsýn í heim fólks sem passar ekki snyrtilega inn í kynjaflokkunarkerfið og hina hefðbundnu skiptingu í karl- og kvenkyn. Myndin er persónuleg, hjartnæm, hreinskilin og fyndin athugun á viðfangsefni sem enn þann dag í dag er mikið tabú.... minna